Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2019 13:00 Spike Lee fagnar Óskarnum sem hann vann í nótt. Vísir/Getty Kvikmyndin Green Book var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt og vakti það furðu margra. Þar á meðal leikstjórans Spike Lee sem er sagður hafa reiðst ótæpilega þegar Julia Roberts las upp Green Book þegar verðlaunin voru afhent fyrir bestu myndina.Blaðamaður Deadline, Pete Hammond, var staddur nærri Spike Lee þegar þetta átti sér en leikstjórinn er sagður hafa baðað út höndum sínum af reiði og reynt að storma út úr salnum. Þegar hann sneri aftur í sæti sitt sneri hann baki í sviðið á meðan þakkarræður aðstandenda Green Book fóru fram. Hann virtist eiga í hrókasamræðum við Jordan Peele, sem hlaut Óskarsverðlaun í fyrra fyrir handritið að Get Out, en Peele sat fyrir aftan Spike Lee og var einnig á meðal þeirra sem klöppuðu ekki þegar Green Book vann. Mynd Spike Lee, BlacKkKlansman, var tilnefnd sem besta myndin á Óskarnum og var Spike Lee einnig tilnefndur sem besti leikstjórinn og fyrir besta handritið sem byggt var á áður útgefnu efni. Jordan Peele var einn af framleiðendum myndarinnar. Fjallar myndin um þeldökkan lögreglumann sem nær að lauma sér inn í rasistasamtökin Ku Klux Klan. Lee var þó fremur rólegur þegar hann spjallaði við fjölmiðla eftir hátíðina og óskaði aðstandendum Green Book til hamingju. 'I'm not going to trash the film': #SpikeLee refuses to criticize the best picture winner at the #Oscars, #GreenBook, despite saying "the ref made the wrong call" backstage. pic.twitter.com/1ktJ0d71CX— AP Entertainment (@APEntertainment) February 25, 2019 Lee fór þó ekki tómhentur heim en hann hlaut Óskarinn fyrir handritið. Þetta voru fyrstu Óskarsverðlaunin sem Lee hefur hlotið á löngum ferli. Margir veltu fyrir sér hvort að Lee hefði verið svona tapsár þegar ljóst var að Green Book hlaut Óskarinn en ástæðan er að öllum líkindum önnur. Green Book hefur verið harðlega gagnrýnd en hún segir frá sambandi Tony Vallelonga og píanistans Don Shirley á sjöunda áratug síðustu aldar. Shirley þessi var þeldökkur og réði Vallelonga til að vera bílstjóra sinn og nokkurs konar lífvörð á tónleikaferðalagi Shirley um Suðurríki Bandaríkjanna. Vallelonga er í upphafi myndarinnar fremur fordómafullur í garð þeldökkra en viðhorf hans breytist eftir því sem líður á myndina og er hann að lokum farinn að beita sér fyrir réttindum svartra.Aðstandendur Green Book með Óskarinn í nótt.Vísir/GettyHefur myndin verið gagnrýnd fyrir að vera gamaldags og fremur væmin útgáfa af réttindabaráttu svartra og uppfull af kynþáttaklisjum. Árið 1989 var mynd Spike Lee, Do The Right Thing, tilnefnd sem besta myndin en það ár vann myndin Driving Miss Daisy. Myndin sagði frá eldri konu, leikin af Jessicu Tandy, sem hafði verið meinað að keyra sökum aldurs en sonur hennar ræður hinn þeldökka Hoke Colburn, leikinn af Morgan Freeman, sem bílstjóra hennar. Þeim er ekki vel til vina í fyrstu en Hoke nær að fá hana á sitt band og verður þeim vel til vina, líkt og í Green Book. Þegar Spike Lee hlaut Óskarsverðlaunin í nótt var hann spurður hvort að það bætti fyrir að hafa ekki unnið Óskarinn fyrir Do The Right Thing. Spike Lee brosti og sagðist vera í áfalli. „Í hvert sinn sem einhver keyrir einhverjum, tapa ég,“ sagði Lee og uppskar mikinn hlátur.Spike Lee: "Every time somebody's driving somebody, I lose."Full #Oscars coverage: https://t.co/Ncl3rswCbd pic.twitter.com/7kQWgWAoW7— AP Entertainment (@APEntertainment) February 25, 2019 Hann tók fram að hann hefði drukkið sex glös af kampavíni þegar hann reyndi að útskýra uppákomuna þegar ljóst var að Green Book hefði unnið. Lee er mikill aðdáandi körfuboltaliðsins New York Knicks og líkti þessu við viðbrögð hans þegar dómari gerir mistök. Óskarinn Tengdar fréttir Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Kvikmyndin Green Book var valin besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt og vakti það furðu margra. Þar á meðal leikstjórans Spike Lee sem er sagður hafa reiðst ótæpilega þegar Julia Roberts las upp Green Book þegar verðlaunin voru afhent fyrir bestu myndina.Blaðamaður Deadline, Pete Hammond, var staddur nærri Spike Lee þegar þetta átti sér en leikstjórinn er sagður hafa baðað út höndum sínum af reiði og reynt að storma út úr salnum. Þegar hann sneri aftur í sæti sitt sneri hann baki í sviðið á meðan þakkarræður aðstandenda Green Book fóru fram. Hann virtist eiga í hrókasamræðum við Jordan Peele, sem hlaut Óskarsverðlaun í fyrra fyrir handritið að Get Out, en Peele sat fyrir aftan Spike Lee og var einnig á meðal þeirra sem klöppuðu ekki þegar Green Book vann. Mynd Spike Lee, BlacKkKlansman, var tilnefnd sem besta myndin á Óskarnum og var Spike Lee einnig tilnefndur sem besti leikstjórinn og fyrir besta handritið sem byggt var á áður útgefnu efni. Jordan Peele var einn af framleiðendum myndarinnar. Fjallar myndin um þeldökkan lögreglumann sem nær að lauma sér inn í rasistasamtökin Ku Klux Klan. Lee var þó fremur rólegur þegar hann spjallaði við fjölmiðla eftir hátíðina og óskaði aðstandendum Green Book til hamingju. 'I'm not going to trash the film': #SpikeLee refuses to criticize the best picture winner at the #Oscars, #GreenBook, despite saying "the ref made the wrong call" backstage. pic.twitter.com/1ktJ0d71CX— AP Entertainment (@APEntertainment) February 25, 2019 Lee fór þó ekki tómhentur heim en hann hlaut Óskarinn fyrir handritið. Þetta voru fyrstu Óskarsverðlaunin sem Lee hefur hlotið á löngum ferli. Margir veltu fyrir sér hvort að Lee hefði verið svona tapsár þegar ljóst var að Green Book hlaut Óskarinn en ástæðan er að öllum líkindum önnur. Green Book hefur verið harðlega gagnrýnd en hún segir frá sambandi Tony Vallelonga og píanistans Don Shirley á sjöunda áratug síðustu aldar. Shirley þessi var þeldökkur og réði Vallelonga til að vera bílstjóra sinn og nokkurs konar lífvörð á tónleikaferðalagi Shirley um Suðurríki Bandaríkjanna. Vallelonga er í upphafi myndarinnar fremur fordómafullur í garð þeldökkra en viðhorf hans breytist eftir því sem líður á myndina og er hann að lokum farinn að beita sér fyrir réttindum svartra.Aðstandendur Green Book með Óskarinn í nótt.Vísir/GettyHefur myndin verið gagnrýnd fyrir að vera gamaldags og fremur væmin útgáfa af réttindabaráttu svartra og uppfull af kynþáttaklisjum. Árið 1989 var mynd Spike Lee, Do The Right Thing, tilnefnd sem besta myndin en það ár vann myndin Driving Miss Daisy. Myndin sagði frá eldri konu, leikin af Jessicu Tandy, sem hafði verið meinað að keyra sökum aldurs en sonur hennar ræður hinn þeldökka Hoke Colburn, leikinn af Morgan Freeman, sem bílstjóra hennar. Þeim er ekki vel til vina í fyrstu en Hoke nær að fá hana á sitt band og verður þeim vel til vina, líkt og í Green Book. Þegar Spike Lee hlaut Óskarsverðlaunin í nótt var hann spurður hvort að það bætti fyrir að hafa ekki unnið Óskarinn fyrir Do The Right Thing. Spike Lee brosti og sagðist vera í áfalli. „Í hvert sinn sem einhver keyrir einhverjum, tapa ég,“ sagði Lee og uppskar mikinn hlátur.Spike Lee: "Every time somebody's driving somebody, I lose."Full #Oscars coverage: https://t.co/Ncl3rswCbd pic.twitter.com/7kQWgWAoW7— AP Entertainment (@APEntertainment) February 25, 2019 Hann tók fram að hann hefði drukkið sex glös af kampavíni þegar hann reyndi að útskýra uppákomuna þegar ljóst var að Green Book hefði unnið. Lee er mikill aðdáandi körfuboltaliðsins New York Knicks og líkti þessu við viðbrögð hans þegar dómari gerir mistök.
Óskarinn Tengdar fréttir Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15