Hvetur fólk til að koma í núið og styrkja gott málefni í leiðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2019 15:26 Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts. Stöð 2 „Við erum í rauninni að hvetja fólk til að koma í núið og styrkja gott málefni í leiðinni,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts en á föstudaginn fer fram sérstakt núvitundarpartý í Hörpu. „Þetta er einstakur viðburður að mörgu leyti. Við erum bæði að halda upp á afmæli Krafts og að hvetja fólk til þess að staldra aðeins við í núinu,“ útskýrir Hulda. „Viðburðurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu og Harpan er æðisleg að styðja málstaðinn á þann hátt. Það er líka gaman að segja frá því að allir sem koma að þessu gefa vinnuna sína. Meira að segja bílastæðakjallarinn hefur gefið vilyrði fyrir því að þátttakendur fái frítt í stæðin niðri,“ segir Hulda. „Mörgum finnst kannski skrítið að Kraftur sé að standa fyrir Núvitundarpartýi en einkennisorð félagsins eru „Lífið er núna“ og eru þau mikið notuð í umfjöllun um félagið. Þetta snýst um að staldra við í núinu og það er eitthvað sem félagsmenn okkar þurfa mikið að gera eftir að þau greinast.“ Hulda segir að það hafi flestir gott af því að mæta á viðburð sem þennan. „Við viljum að fólk gefi sér rými til þess að koma í núið, dansa og hafa gaman. Þú þarft ekki að vera með yogareynslu eða dansreynslu. Öll fjölskyldan er velkomin og krakkar geta líka komið og notið. DJ Margeir og Tómas Oddur hafa áður verið með svipaða viðburði og flestir hafa heyrt um stemninguna sem þeir hafa náð á Klapparstíg á Menningarnótt. Allir geta tekið þátt.“ „Við erum ótrúlega spennt og vonumst til að sjá sem flesta. Þetta byrjar klukkan átta og er gott að koma aðeins fyrr til þess að koma sér fyrir og finna sér stað.“DJ Margeir, DJ YAMAHO, Tómas Oddur Eiríksson og Ingibjörg Stefánsdóttir koma fram í Núvitundarpartýinu ásamt gestum.Ekki eins og tannlæknastofaNúvitundarpartýið er haldið í tilefni af 20 ára afmæli Krafts og rennur allur ágóði af því í starf Krafts í þágu ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Það verður myrkur þarna svo þetta verður ekki eins og einhver tannlæknastofa. Það er allt gert svo þetta sé þægilegt fyrir þá sem taka þátt,“ segir Tómas Oddur Eiríksson sem stendur fyrir þessum viðburði í samstarfi við Kraft. Tómas Oddur er eigandi af Yoga Shala Reykjavík og viðburðafyrirtækisins Yoga Moves svo hann hefur víðtæka reynslu þegar kemur að viðburðum sem þessum. „Þetta byrjar á yoga og færist svo yfir í dans þar sem DJ Margeir og YAMAHO þeyta skífum. Ég held að það séu margir sem að bíða eftir því að þau komi saman fram,“ segir Tómas Oddur. Hann segir að það sé óþarfi að vera feiminn við að mæta á viðburð sem þennan, fólk verði hitað upp með æfingum áður en að dansinum kemur. „Það er svo gott að hreyfa sig og dansa fyrir svona gott málefni og njóta lífsins í leiðinni.“ Tómas Oddur og Ingibjörg Stefánsdóttir munu leiða gesti í gegnum alls konar jógateyjur á þessum viðburði. Svo munu DJ Margeir og YAMAHO sjá um tónlistina og verður sannkallað Yoga Moves partý sem endar á hugleiðslu, slökun og tónheilum. Allir sem fram koma að viðburðinum gefa vinnu sína. „Við eigum von á svona 100 til 150 á þennan viðburð en það er alveg pláss fyrir 200,“ segir Tómas Oddur en miðinn kostar 3.900 krónur. Ekkert aldurstakmark er á viðburðinn. „Svo lengi sem þátttakendur hafa þroska til að halda sig á mottunni,“ segir Tómas Oddur og hlær. „Það eru margir sem vilja fara út að dansa en vilja ekki fara á skemmtistaði þar sem fólk er í misjöfnu ástandi. Þarna verða allir allsgáðir.“ Þátttakendur eru beðnir að taka með sér jógadýnu og mæta í þægilegum fatnaði. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna HÉR. Reykjavík Tengdar fréttir Fór ekki út úr húsi án hárkollunnar Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. 14. september 2019 10:20 Hefur beðið í fjórar vikur eftir að komast í krabbameinsaðgerð Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. 16. júlí 2019 20:58 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
„Við erum í rauninni að hvetja fólk til að koma í núið og styrkja gott málefni í leiðinni,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts en á föstudaginn fer fram sérstakt núvitundarpartý í Hörpu. „Þetta er einstakur viðburður að mörgu leyti. Við erum bæði að halda upp á afmæli Krafts og að hvetja fólk til þess að staldra aðeins við í núinu,“ útskýrir Hulda. „Viðburðurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu og Harpan er æðisleg að styðja málstaðinn á þann hátt. Það er líka gaman að segja frá því að allir sem koma að þessu gefa vinnuna sína. Meira að segja bílastæðakjallarinn hefur gefið vilyrði fyrir því að þátttakendur fái frítt í stæðin niðri,“ segir Hulda. „Mörgum finnst kannski skrítið að Kraftur sé að standa fyrir Núvitundarpartýi en einkennisorð félagsins eru „Lífið er núna“ og eru þau mikið notuð í umfjöllun um félagið. Þetta snýst um að staldra við í núinu og það er eitthvað sem félagsmenn okkar þurfa mikið að gera eftir að þau greinast.“ Hulda segir að það hafi flestir gott af því að mæta á viðburð sem þennan. „Við viljum að fólk gefi sér rými til þess að koma í núið, dansa og hafa gaman. Þú þarft ekki að vera með yogareynslu eða dansreynslu. Öll fjölskyldan er velkomin og krakkar geta líka komið og notið. DJ Margeir og Tómas Oddur hafa áður verið með svipaða viðburði og flestir hafa heyrt um stemninguna sem þeir hafa náð á Klapparstíg á Menningarnótt. Allir geta tekið þátt.“ „Við erum ótrúlega spennt og vonumst til að sjá sem flesta. Þetta byrjar klukkan átta og er gott að koma aðeins fyrr til þess að koma sér fyrir og finna sér stað.“DJ Margeir, DJ YAMAHO, Tómas Oddur Eiríksson og Ingibjörg Stefánsdóttir koma fram í Núvitundarpartýinu ásamt gestum.Ekki eins og tannlæknastofaNúvitundarpartýið er haldið í tilefni af 20 ára afmæli Krafts og rennur allur ágóði af því í starf Krafts í þágu ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Það verður myrkur þarna svo þetta verður ekki eins og einhver tannlæknastofa. Það er allt gert svo þetta sé þægilegt fyrir þá sem taka þátt,“ segir Tómas Oddur Eiríksson sem stendur fyrir þessum viðburði í samstarfi við Kraft. Tómas Oddur er eigandi af Yoga Shala Reykjavík og viðburðafyrirtækisins Yoga Moves svo hann hefur víðtæka reynslu þegar kemur að viðburðum sem þessum. „Þetta byrjar á yoga og færist svo yfir í dans þar sem DJ Margeir og YAMAHO þeyta skífum. Ég held að það séu margir sem að bíða eftir því að þau komi saman fram,“ segir Tómas Oddur. Hann segir að það sé óþarfi að vera feiminn við að mæta á viðburð sem þennan, fólk verði hitað upp með æfingum áður en að dansinum kemur. „Það er svo gott að hreyfa sig og dansa fyrir svona gott málefni og njóta lífsins í leiðinni.“ Tómas Oddur og Ingibjörg Stefánsdóttir munu leiða gesti í gegnum alls konar jógateyjur á þessum viðburði. Svo munu DJ Margeir og YAMAHO sjá um tónlistina og verður sannkallað Yoga Moves partý sem endar á hugleiðslu, slökun og tónheilum. Allir sem fram koma að viðburðinum gefa vinnu sína. „Við eigum von á svona 100 til 150 á þennan viðburð en það er alveg pláss fyrir 200,“ segir Tómas Oddur en miðinn kostar 3.900 krónur. Ekkert aldurstakmark er á viðburðinn. „Svo lengi sem þátttakendur hafa þroska til að halda sig á mottunni,“ segir Tómas Oddur og hlær. „Það eru margir sem vilja fara út að dansa en vilja ekki fara á skemmtistaði þar sem fólk er í misjöfnu ástandi. Þarna verða allir allsgáðir.“ Þátttakendur eru beðnir að taka með sér jógadýnu og mæta í þægilegum fatnaði. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna HÉR.
Reykjavík Tengdar fréttir Fór ekki út úr húsi án hárkollunnar Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. 14. september 2019 10:20 Hefur beðið í fjórar vikur eftir að komast í krabbameinsaðgerð Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. 16. júlí 2019 20:58 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Fór ekki út úr húsi án hárkollunnar Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. 14. september 2019 10:20
Hefur beðið í fjórar vikur eftir að komast í krabbameinsaðgerð Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. 16. júlí 2019 20:58