Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2019 15:13 Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra Vísir/JóhannK Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“ Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. Ástæðan eru ummæli sem Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Arinbjörn sagði að félagið hefði fengið athugasemdir frá nokkrum lögreglumönnum sem kvörtuðu yfir ógnar- og óttarstjórnun innan embættis ríkislögreglustjóra og talaði einnig um meðvirkni í efstu lögum stjórnenda í því samhengi.Fréttin má sjá hér að neðan.Ásgeir segir ummæli Arinbjörns mjög óviðeigandi. Þetta er eitthvað sem þau hjá ríkislögreglustjóra þekki ekki almennt. „Ég neita þessu alfarið. Þetta er kolrangt og staða sem ég þekki ekki hér,“ segir Ásgeir. „Að væna okkur millistjórnendur um það að taka þátt í ógnarstjórn ríkislögreglustjóra, sem er alveg kolrangt. Ég bara sætti mig ekkert við þetta.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.Fréttablaðið/GVAÁsgeir viðurkenndi þó að þekkja til óánægju. „Við vitum náttúrulega að það eru einhverjir örfáir sem eru óánægðir en það endurspeglar ekki allan fjölda starfsmanna hér. Það er alveg á hreinu.“ Unnið sé að því að ná sáttum. „Ég held að það sé í rauninni allt í vinnslu. Ég þekki það ekki nákvæmlega en ég held að það sé í vinnslu á viðeigandi stöðum.“ Ásgeir var spurður að því hvort ekki hefði verið hægt að fara aðra leið en að segja sig úr félaginu eftir að hafa verið hluti af því svo lengi. „Ég gerði þetta að vel hugsuðu máli að gera þetta. Það er mjög óviðeigandi að væna hóp manna um meðvirkni í ógnarstjórnun, sem er rangt. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun að mjög vel athugðu máli.“
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00 Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári. 9. september 2019 12:00
Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra. 8. september 2019 12:14