Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2019 19:30 Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði. Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira