Dagur í lífi Áslaugar: Mætti gefa sér tíma í tilhugalífið, þaulskipulögð og horfir á The Bachelor Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2019 11:30 Dagarnir eru fjölbreyttir hjá dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma. Ísland í dag Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók nýverið við sem dómsmálaráðherra aðeins 28 ára gömul. Hún er reynslumikil bæði í lífi og starfi, hún er menntaður lögfræðingur, hefur verið ritari Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra. Kristín Ruth Jónsdóttir hitti hana í ræktinni eldsnemma að morgni og fékk að kynnast henni og hvernig dagur í lífi Áslaugu Örnu er í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún byrjar daginn í ræktinni. „Ég reyni að mæta á morgnanna, það er eini tíminn sem gefst og gaman að hitta stelpurnar og æfa með þeim,“ segir Áslaug. „Ég fúnkera miklu betur ef ég næ að hreyfa mig. Það eru góðir þjálfarar hérna, góð stemning og þetta er bara góður partur af deginum. Dagarnir mínir er mjög fjölbreyttir, vel skipulagðir og ég nýti tímann minn vel.“ Áslaug Arna á nú nokkur ár að baki í pólitík og er því orðin vön ýmsu. En það hlýtur samt að vera pressa að bera þennan titil Dómsmálaráðherra. Áslaug reynir að byrja daginn í ræktinni.„Þetta er stór titill en ég held að maður höndli þetta með því að bera virðingu fyrir starfinu og átta sig á því að maður kemst ekki yfir allt og reynir alltaf að gera sitt besta. Svo er maður í þessu til að reyna hafa góð áhrif.“ Dómsmálaráðuneytið hefur oft verið sagt íhaldssamasta ráðuneytið og því mörg mál sem erfitt getur verið að taka á og ætla sér að breyta. Hvaða mál standa Áslaugu næst og á hvaða málum vill hún taka á sem nýr dómsmálaráðherra? „Útlendingamálin eru stór hér innan ráðuneytisins. Málefna dómsstólana, Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar og það hefur auðvitað mætt mest á þeim málum svona fyrstu vikurnar mínar. Síðan eru líka minni mál eins og mannanafnanefnd, happdrættismál og netverslun með áfengi og fleira,“ segir Áslaug sem tekur á gagnrýnisskotum á þessum nótum: „Þegar þú ert búin að vera í pólitík í einhvern tíma þá leiðir þú þetta hjá þér, allavega alla ómálefnalegu gagnrýnina. Það er gott að fá málefnalega gagnrýni. Skrápurinn er orðinn mjög þykkur.“Nanna Kristín og Katrín Atladóttir eru góðar vinkonur Áslaugar.Áslaug var spurð hvort hún hefði tíma fyrir kærasta eða stefnumót og var svarið: „Maður hefur tíma fyrir allt sem maður gefur sér tíma í. Það er bara spurning um að forgangsraða. Ég hef kannski ekki gefið mér mikinn tíma í það en það er alltaf hægt að koma því að.“ Áslaug hefur verið dugleg að sýna frá sínu lífi á samfélagsmiðlum. En með þeim er hægt að fá að fylgjast með henni í sínu starfi, daglega lífi og því sem hún tekur sér fyrir hendur. En það hljóta að vera kostir og gallar við það að lifa svona opinberu lífi. „Það er gaman og mikilvægt að geta sýnt frá starfinu og hversu fjölbreytt það er. Leyft ungu fólki að fylgjast með hvernig maður leggur fram þingskjöl og fleira. En að sama skapi þarf maður líka auðvitað að geta dregið einhverja línu.“ Eins og áhorfendur fá að sjá eru dagarnir vel skipulagðir og þétt dagskrá flest alla daga hjá dómsmálaráðherra, en eins og Áslaug hefur sagt sjálf frá þarf alltaf að gefa sér tíma fyrir fjölskyldu og vini. Hún er mjög vinamörg og segja vinkonurnar að hún sé loksins farin að horfa á The Bachelor eftir að hafa þurft að sannfæra hana í þónokkurn tíma.
Ísland í dag Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp