Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2019 15:14 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. Tillagan felur í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Haraldur setti hugmyndina fram í grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á mánudag. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans sem afgreiða á frá Alþingi í ágúst. „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu,“ skrifar Haraldur í grein sinni, Það sem gerir okkur að þjóð. Óli Björn leggur áherslu á að hugmyndin feli í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun. „Tillagan gengur út á það að hinn lagalegi fyrirvari sem settur er inn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða um það að sæstrengur verður ekki lagður nema meirihluti Alþingis samþykki slíka lagningu. Þá bætist við að meirihlutavilji Alþingis öðlist ekki gildi fyrr en í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að meirihluti þjóðarinnar samþykki ákvörðun meirihluta Alþingis.“Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÓli Björn segir um að ræða nýja hugmynd. Hún hafi verið rædd innan flokksins og þar hafi verið tekið ágætlega í hana. Sjálfur segist Óli Björn afar jákvæður í garð hugmyndarinnar. „Ágætlega. Ég er stuðningsmaður þessarar hugmyndar og held að hún sé hluti af því að ná meiri sátt um skipulag raforkumarkaðar og þeirrar samvinnu sem við eigum innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Óli Björn. „Þetta er skynsamleg tillaga og öll grein Haraldar Benediktssonar ber þess merki að hafa verið skrifuð af mikilli þekkingu og eins og oftast áður, og nær alltaf, þá styð ég Harald Benediktsson í þessum hugmyndum.“ Flokkur fólksins lagði áður fram breytingartillögu við þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram. Breytingartillagan varðaði þann hluta þingsályktunarinnar er sneri að tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng. Flokkur fólksins lagði til að í ekki yrði ráðist í slíka tengingu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. í stað „samþykki Alþingis“ komi „samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Sú tillaga gerir þannig ekki ráð fyrir samþykki Alþingis, líkt og hugmynd Haraldar Benediktssonar gerir. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir 16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. Tillagan felur í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Haraldur setti hugmyndina fram í grein sem hann skrifaði og birtist í Morgunblaðinu á mánudag. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans sem afgreiða á frá Alþingi í ágúst. „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orkupakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði aðeins með samþykki þjóðarinnar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunntengivirkja fyrir slíka tengingu verði því aðeins að meirihluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu,“ skrifar Haraldur í grein sinni, Það sem gerir okkur að þjóð. Óli Björn leggur áherslu á að hugmyndin feli í sér að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun. „Tillagan gengur út á það að hinn lagalegi fyrirvari sem settur er inn varðandi innleiðingu þriðja orkupakkans svokallaða um það að sæstrengur verður ekki lagður nema meirihluti Alþingis samþykki slíka lagningu. Þá bætist við að meirihlutavilji Alþingis öðlist ekki gildi fyrr en í þjóðaratkvæðagreiðslu, þannig að meirihluti þjóðarinnar samþykki ákvörðun meirihluta Alþingis.“Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmÓli Björn segir um að ræða nýja hugmynd. Hún hafi verið rædd innan flokksins og þar hafi verið tekið ágætlega í hana. Sjálfur segist Óli Björn afar jákvæður í garð hugmyndarinnar. „Ágætlega. Ég er stuðningsmaður þessarar hugmyndar og held að hún sé hluti af því að ná meiri sátt um skipulag raforkumarkaðar og þeirrar samvinnu sem við eigum innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Óli Björn. „Þetta er skynsamleg tillaga og öll grein Haraldar Benediktssonar ber þess merki að hafa verið skrifuð af mikilli þekkingu og eins og oftast áður, og nær alltaf, þá styð ég Harald Benediktsson í þessum hugmyndum.“ Flokkur fólksins lagði áður fram breytingartillögu við þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagði fram. Breytingartillagan varðaði þann hluta þingsályktunarinnar er sneri að tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng. Flokkur fólksins lagði til að í ekki yrði ráðist í slíka tengingu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. í stað „samþykki Alþingis“ komi „samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Sú tillaga gerir þannig ekki ráð fyrir samþykki Alþingis, líkt og hugmynd Haraldar Benediktssonar gerir.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir 16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. 24. júní 2019 16:59
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum