Vinnuálag lækna sýni brot á kjarasamningum Sighvatur Jónsson skrifar 27. janúar 2019 12:45 Forsvarsmaður forvarnaverkefnis gegn streitu segir mikið vinnuálag lækna sýna að brotið sé á reglum kjarasamninga um vaktir. Vísir/Fréttablaðið Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma. Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma.
Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira