Hljóp heilt maraþon í Levi's 501 gallabuxum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. ágúst 2019 11:13 Gunnar Hrafn Hall hljóp til styrktar ADHD-samtökunum. Mynd/Anna Sigríður Björnsdóttir Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist