Enski boltinn

United búið að fá sig fullsadda af Raiola og hækka verðmiðann á Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Umboðsmaðurinn umdeildi.
Umboðsmaðurinn umdeildi. vísir/getty
Ummæli umboðsmannsins umdeilda Mino Raiola hefur ekki hjálpað umbjóðanda hans, Paul Pogba, að komast frá Manchester United en Mirror greinir frá þessu.Mino Raiola hefur farið mikinn í fjölmiðlum og sagði meðal annars frá því í síðustu viku að heimsmeistarinn Pogba vildi fara frá United. Hann vildi sækjast í nýja áskorun.Þessi ummæli, sem og önnur frá umboðsmanninum, hafa farið öfugt ofan í forráðamenn Manchester sem hafa í staðinn ákveðið að hækka verðmiðann á Pogba upp í 180 milljónir punda.Upphaflega var talið að verðmiðinn á Pogba væri um 150 milljónir punda en eftir fíflagang Raiola undanfarnar vikur hefur United hækkað verðmiðann um 30 milljónir punda.Því má teljast ólíklegt að Real Madrid rífi upp veskið og kaupi miðjumanninn en sagt var frá því í gær að Juventus væri búið að gefast upp á Pogba.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.