Enski boltinn

„Við erum Manchester United, við þurfum ekki að selja leikmenn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Manchester United spilar tvo æfingaleiki í Ástralíu á næstu dögum
Manchester United spilar tvo æfingaleiki í Ástralíu á næstu dögum vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær sagði við Paul Pogba að Manchester United þurfi ekki að selja leikmenn, en franski miðjumaðurinn hefur sagt opinberlega að hann vilji fara frá Old Trafford.Pogba sagðist vilja nýja áskorun á meðan umboðsmaður hans, Mino Raiola hefur sagst vera að leita lausna á stöðu Pogba. Frakkinn hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Jvuentus í sumar.United er í Ástralíu þar sem liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir næsta vetur. Solskjær hélt sinn fyrsta blaðamannafund eftir sumarfríið í Ástralíu í morgun.„Við erum Manchester United. Við þurfum ekki að selja leikmennina okkar,“ sagði Solskjær.„Við erum ekki með nein tilboð í leikmennina okkar. Paul hefur aldrei tekið sig út úr liðinu, hann gerir alltaf sitt besta og ég get ekki sagt neitt fleira um það.“„Umboðsmenn tala, þeir gera það alltaf, en eins og ég sagði hafa engin tilboð borist og það er allt sem ég get sagt.“Pogba á enn eftir þrjú ár á samningi sínum við Manchester United og er engin pressa innan félagsins að selja hann að sögn Norðmannsins.Þá sagði Solskjær að hann væri jákvæður í garð samningamála David de Gea og vonaðist eftir því að hann myndi skrifa undir nýjan samning von bráðar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.