Enski boltinn

„United eytt 780 milljónum punda í nýja leikmenn síðan 2014 og sitja uppi með þennan hóp“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn United fyrir útileik gegn Barcelona í vor.
Leikmenn United fyrir útileik gegn Barcelona í vor. vísir/getty
Daniel Storey, blaðamaður á Englandi, er ekki hrifinn af leikmannahópi Manchester United. Hann gagnrýnir leikmannstefnu félagsins.

Daniel skrifar fyrir marga af stærstu vefmiðlum Englands en hann vinnur meðal annars fyrir BBC, Four Four Two og Football 365 svo einhverjir miðlar séu nefndir.

Manchester United fór af stað í æfingarferð í gær til Ástralíu og birtir Daniel mynd af leikmannahópnum sem ferðaðist til Ástralíu við færslu sína.







„Manchester United hefur eytt í kringum 780 milljónum punda í nýja leikmenn frá því 2014 og eru með þennan leikmannahóp. Tveir dýrustu leikmennirnir á listanum, vilja ekki vera þarna. Geðbilun,“ skrifar Daniel.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Paul Pogba og Romelu Lukaku. Óvíst var hvort þeir myndu ferðast með félaginu í æfingarferðina en svo varð raunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×