Framsóknarmenn fengju kjöt í karrí Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir greinilega vænn kostur við matarborðið. Vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur þátttakenda í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið vill fara með Katrínu Jakobsdóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórnmálaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin flokki en nokkur annar leiðtogi stjórnmálaflokks en 80 prósent stuðningsmanna VG vilja helst borða með henni.Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báðar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðningshópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent sjálfstæðismanna vill helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borðherra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent miðflokksmanna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleiðtogum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðnignsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmSigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent sjálfstæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vinsælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borðherra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vinsældir Ingu Sæland komi úr tekjulægstu hópunum og meðal elstu þáttakenda könnunarinnar enda hefur berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Tæpur þriðjungur þátttakenda í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið vill fara með Katrínu Jakobsdóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórnmálaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin flokki en nokkur annar leiðtogi stjórnmálaflokks en 80 prósent stuðningsmanna VG vilja helst borða með henni.Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báðar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðningshópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent sjálfstæðismanna vill helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borðherra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent miðflokksmanna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleiðtogum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðnignsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmSigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent sjálfstæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vinsælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borðherra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vinsældir Ingu Sæland komi úr tekjulægstu hópunum og meðal elstu þáttakenda könnunarinnar enda hefur berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira