Framsóknarmenn fengju kjöt í karrí Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir greinilega vænn kostur við matarborðið. Vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur þátttakenda í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið vill fara með Katrínu Jakobsdóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórnmálaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin flokki en nokkur annar leiðtogi stjórnmálaflokks en 80 prósent stuðningsmanna VG vilja helst borða með henni.Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báðar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðningshópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent sjálfstæðismanna vill helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borðherra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent miðflokksmanna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleiðtogum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðnignsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmSigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent sjálfstæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vinsælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borðherra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vinsældir Ingu Sæland komi úr tekjulægstu hópunum og meðal elstu þáttakenda könnunarinnar enda hefur berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Tæpur þriðjungur þátttakenda í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið vill fara með Katrínu Jakobsdóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórnmálaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin flokki en nokkur annar leiðtogi stjórnmálaflokks en 80 prósent stuðningsmanna VG vilja helst borða með henni.Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báðar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðningshópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar.Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fréttablaðið/Anton BrinkBjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent sjálfstæðismanna vill helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borðherra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent miðflokksmanna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleiðtogum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðnignsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.vísir/vilhelmSigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent sjálfstæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vinsælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borðherra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vinsældir Ingu Sæland komi úr tekjulægstu hópunum og meðal elstu þáttakenda könnunarinnar enda hefur berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira