„Þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2019 11:30 Vilborg horfir bjartsýn fram á veginn. Vilborg Jónsdóttir greindist með Parkinson árið 2015 aðeins 53 ára. Flestir sem greinast með Parkison eru yfir sextíu ára en einn af hverjum tíu er þó undir fimmtugt. Í dag er talið að yfir tíu milljónir manna séu með sjúkdóminn um allan heim. „Þetta byrjaði allt hjá mér í vinstri hendinni og þegar ég hugsa til baka hefur þetta byrjað hjá mér í kringum 47 til 48 ára aldurinn,“ segir Vilborg í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur. Hann byrjar hægt en ágerist svo. Hjá Vilborgu voru fyrstu einkennin stífleik í fótunum og hjá Vilborgu í tánum. „Ég var alltaf að kaupa mér nýja og nýja hlaupaskó enda gekk ég mikið á þeim tíma. Svo var það orðið þannig í vinnunni að vinnufélagarnir voru farnir að nefna við mig hvað væri málið með hendurnar. Fjölskyldan var líka búin að sjá þetta, því hún hékk bara niður.“ Parkinson sjúkdómurinn er mjög persónubundinn og engir tveir upplifa einkennin eins. Augljósustu einkennin eru þó skjálfti og hægar hreyfingar.Datt þetta aldrei í hug „Í framhaldinu fer ég til læknis og enda hjá taugalækni sem greinir mig með Parkison. Þetta hvarflaði aldrei að mér. Ég á meira segja mömmu sem er líka með Parkinson, samt datt mér þetta aldrei í hug.“ Fyrir greiningu var Vilborg búin að ímynda sér að það væri eitthvað miklu verra að henni en Parkinson. „Svo þegar greiningin kemur var ég í raun á því að ég væri bara mjög heppin. Þetta væri Parkinson en ekki eitthvað annað. Svo fór að koma á mig tvær grímur þegar maður fór að hugsa meira um þetta og skoða meira í kringum sjúkdóminn.“ Við tók ákveðið ferli og kerfi sem greip hana og hún fékk inni á Reykjalundi. „Ég dett inn í hóp þar og við vorum fimm. Ég fer á Reykjalund og þar fékk ég alveg framúrskarandi þjónustu og lærði hvernig ég ætti að takast á við þetta.“ Vilborg segir að þetta hafi rennt stoðum undir það hvernig hún hagar sér í dag. Þurfti að hætta að vinna „Fyrir mig virkar best að halda mér frá stressi og reyna sofa vel. Það er eitt af mínum vandamálum, það er svefninn. Sumar nætur sef ég óskaplega lítið og þá er dagurinn eftir algjörlega ónýtur. Það er ástæðan fyrir því að ég hætti að vinna, því það er erfitt að vera ósofinn og þurfa takast á við vinnuna líka. Þetta er svefn, halda sig frá stressi og æfingar. Þjálfun er alveg gríðarlega mikilvæg og hún kannski hægir ekki á sjúkdómnum en hún vinnur aðeins á móti.“ Hún segist ekki hafa verið nægilega dugleg með mataræðið en það sé næst á dagskrá. Nú erum rúmlega þrjú ár frá því að Vilborg greindist. Hún hefur tekist á við sjúkdóminn af festu, líður vel en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Sumir segja að maður eigi ekki að horfa of langt fram þar sem það sé ekki gott. Auðvitað horfum við öll fram því við eigum okkar drauma og þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf, einhver lækning eða lyf sem hægja á þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Vilborg Jónsdóttir greindist með Parkinson árið 2015 aðeins 53 ára. Flestir sem greinast með Parkison eru yfir sextíu ára en einn af hverjum tíu er þó undir fimmtugt. Í dag er talið að yfir tíu milljónir manna séu með sjúkdóminn um allan heim. „Þetta byrjaði allt hjá mér í vinstri hendinni og þegar ég hugsa til baka hefur þetta byrjað hjá mér í kringum 47 til 48 ára aldurinn,“ segir Vilborg í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur. Hann byrjar hægt en ágerist svo. Hjá Vilborgu voru fyrstu einkennin stífleik í fótunum og hjá Vilborgu í tánum. „Ég var alltaf að kaupa mér nýja og nýja hlaupaskó enda gekk ég mikið á þeim tíma. Svo var það orðið þannig í vinnunni að vinnufélagarnir voru farnir að nefna við mig hvað væri málið með hendurnar. Fjölskyldan var líka búin að sjá þetta, því hún hékk bara niður.“ Parkinson sjúkdómurinn er mjög persónubundinn og engir tveir upplifa einkennin eins. Augljósustu einkennin eru þó skjálfti og hægar hreyfingar.Datt þetta aldrei í hug „Í framhaldinu fer ég til læknis og enda hjá taugalækni sem greinir mig með Parkison. Þetta hvarflaði aldrei að mér. Ég á meira segja mömmu sem er líka með Parkinson, samt datt mér þetta aldrei í hug.“ Fyrir greiningu var Vilborg búin að ímynda sér að það væri eitthvað miklu verra að henni en Parkinson. „Svo þegar greiningin kemur var ég í raun á því að ég væri bara mjög heppin. Þetta væri Parkinson en ekki eitthvað annað. Svo fór að koma á mig tvær grímur þegar maður fór að hugsa meira um þetta og skoða meira í kringum sjúkdóminn.“ Við tók ákveðið ferli og kerfi sem greip hana og hún fékk inni á Reykjalundi. „Ég dett inn í hóp þar og við vorum fimm. Ég fer á Reykjalund og þar fékk ég alveg framúrskarandi þjónustu og lærði hvernig ég ætti að takast á við þetta.“ Vilborg segir að þetta hafi rennt stoðum undir það hvernig hún hagar sér í dag. Þurfti að hætta að vinna „Fyrir mig virkar best að halda mér frá stressi og reyna sofa vel. Það er eitt af mínum vandamálum, það er svefninn. Sumar nætur sef ég óskaplega lítið og þá er dagurinn eftir algjörlega ónýtur. Það er ástæðan fyrir því að ég hætti að vinna, því það er erfitt að vera ósofinn og þurfa takast á við vinnuna líka. Þetta er svefn, halda sig frá stressi og æfingar. Þjálfun er alveg gríðarlega mikilvæg og hún kannski hægir ekki á sjúkdómnum en hún vinnur aðeins á móti.“ Hún segist ekki hafa verið nægilega dugleg með mataræðið en það sé næst á dagskrá. Nú erum rúmlega þrjú ár frá því að Vilborg greindist. Hún hefur tekist á við sjúkdóminn af festu, líður vel en veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Sumir segja að maður eigi ekki að horfa of langt fram þar sem það sé ekki gott. Auðvitað horfum við öll fram því við eigum okkar drauma og þegar ég horfi fram þá verð ég að trúa því að það komi einhver lyf, einhver lækning eða lyf sem hægja á þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira