Anna vissi ekki að búið var að taka fótinn Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2019 11:30 Anna missti fótinn fyrir nokkrum árum en lætur það ekki stöðva sig. Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Anna Linda Sigurgeirsdóttir fékk fyrir nokkrum árum blóðtappa sem varð til þess að hún þurfti að fara í skurðaðgerð. En í minningunni vissi hún ekki að í aðgerðinni hefði annar fóturinn verið fjarlægður fyrr en hún vaknaði eftir aðgerðina. „Ég byrjaði að finna kulda í fætinum sérstaklega hægra megin og var allaf alveg ískalt á fætinum,“ segir Anna Lind í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í flug og var einhver skvísa í leðurstígvélum en ætlaði ekki að komast í stígvélin aftur þar sem ég var svo þrútin og bara öðru megin. Svo svaf ég alltaf í ullarsokk, bara öðru megin og var samt sem áður ekki nægilega dugleg að fara til læknis.“ Anna segist bara hafa beðið og vonast til að þetta myndi ganga yfir. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum og missa fótinn í skrefum og fann mikið til. Þá fór ég til læknis og þau sendu mig fyrst í röntgen myndatöku og mér var sagt að taka verkjatöflur. Ég var alltaf að reyna segja þeim að mér væri alveg ískalt og mér fannst ég fá skrýtin svör. Þetta voru frekar ungir læknar og svo komu alltaf fleiri og fleiri.“Æðarnar mjög slæmar Anna vill meina að hún hafi fengið ranga sjúkdómsgreiningu í byrjun sem hafi orðið til þess að hún missti fótinn. „Þetta var á þeim tíma þegar fólk fór svolítið í ljós og eftir einn ljósatíma var fóturinn minn alveg blár og bara eins og hann væri dáinn og alveg skjannahvítur,“ segir Anna sem fór þá til heimilislæknis sem fór strax í málin. Þá fór hún í myndatöku og kom í ljós að æðarnar í fætinum væru orðnar mjög slæmar. Anna er búin að ganga í gegnum erfiða tíma síðan þetta gerðist en í dag er hún bæði jákvæð og dugleg að hún er hvatning til allra. Anna Linda einblínir á það sem hún getur gert en ekki það sem hún getur ekki og hún til dæmis tekur einfætt þátt í hjólaferðum bæði hér heima og erlendis. Þegar fóturinn var loks tekin á sínum tíma upplifir Anna algjör minnisleysi og man lítið. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að fóturinn væri farin þegar hún vaknaði eftir aðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira