Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júní 2019 18:30 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún. WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, birti á facebook síðu sinni í gær bréf sem hann sendi þremur ráðuneytum auk Ríkissaksóknara og Ríkislögreglustjóra. Sjá nánar: „Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar.“ þar segist hann hafa heimildir fyrir því að tvær síðastnefndu stofnanir hafi haft milligöngu um samningagerð við Sigurð Inga Þórðarson, sem gjarnan er kallaður Siggi hakkari, um að bera vitni í sakamálarannsókn gegn Julian Assange stofnanda Wikileaks. Einnig höfðu þau milligöngu um að útvega honum lögmann og tryggja honum friðhelgi þar sem hann bar vitni í Bandaríkjunum. Sigurður greinir sjálfur frá vitnisburðinum í hollenska ríkissjónvarpinu. Ríkisútvarpið greinir frá því að Ríkisendurskoðun muni ekki tjá sig um málið. Kristinn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vitnisburður Sigurðar virðist vera til að undirbúa frekari ákærur gegn Assange. Hann segir það óforskammað að íslensk stjórnvöld hafi milligöngu um slíkar aðgerðir. Fjölmörg samtök blaðamanna víða um heim hafa fordæmt rannsóknina á Assange sem ofsóknir gegn fjölmiðlafrelsi. Ríkisútvarpið greinir frá því að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þyki málið undarlegt. Hún hefur óskað eftir því að það verði kannað í viðeigandi ráðuneytum og að bréfi Kristins verði svarað. Ríkisstjórnin fundaði um málið í morgun. Dómsmálaráðherra segir mál sem þessi komi ekki á borð hennar. Íslenskum stjórnvöldum beri hins vegar lagaleg skylda til að veita réttaraðstoð, í þessu tilfelli til Sigurðar Inga Þórðarsonar, í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilviki hefur dómsmálaráðuneytið samkvæmt lögum það hlutverk að vera miðlægt stjórnvald þegar kemur að gagnkvæmri alþjóðlegri réttaraðstoð,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er auðvitað þá hluti af sakamálarannsókn. Slík mál rata ekki inn á borð dómsmálaráðherra og eiga ekki að gera það.“ Wikileaks sendi þetta bréf. Stendur til að svara því og kanna þetta mál eitthvað frekar hjá þessum stofnunum sem eru nefndar þarna? „Það er einfaldlega bara í skoðun. Þetta er auðvitað sent á fleiri en einn aðila og er ekkert sem ég get tjáð mig frekar um á þessu stigi,“ segir Þórdís Kolbrún.
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07