Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. maí 2019 19:00 Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51