Endalokin komu mörgum verulega á óvart og var Luyendyk mjög óvinsæll hjá mörgum aðdáendum þáttanna í kjölfarið. Kufrin varð þó stjarna næstu þáttaraðar þar sem hún fékk að velja úr hópi karlmanna sem kepptust við að vinna hjarta hennar.
Á meðal gesta er þáttastjórnandi Bachelor-þáttanna, Chris Harrison, og er hann mættur til Hawaii til þess að fagna með brúðhjónunum.
Það er margt annað spennandi á döfinni hjá þessum verðandi hjónum því Burnham á von á þeirra fyrsta barni en parið tilkynnti um óléttuna í nóvember síðastliðnum.