„Stuðningsmennirnir í dag eru heimskari en þeir voru“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 11:00 Yaya Toure með míkrafóninn. Getty/Visual China Group Yaya Toure hefur aldrei verið hræddur við að segja það sem honum finnst og það má sjá dæmi um það í nýju viðtali við hann um kynþáttafordóma í fótboltaheiminum sem hafa verið mun meira áberandi að undanförnu en oft áður. Yaya Toure er fyrrum leikmaður Manchester City og Barcelona og hefur mátt þola kynþáttafordóma á eigin skinni á sínum fótboltaferli. Hann er samt á því að staðan í þessum málum í dag sé verri og hann er líka með kenningu um af hverju það sé. „Stuðningsmennirnir í dag eru heimskari en þeir voru,“ sagði Yaya Toure um ástæðuna fyrir þessari slæmu þróun í rasisma innan fótboltans. "Fans are more stupid than before." Yaya Toure says an increase in stupidity is the reason for racism in football In full https://t.co/u1W5VrddoSpic.twitter.com/V0JylsfQGa— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2019 „Ég hef rætt þetta mál við FIFA því þetta er mjög mikilvægt málefni. Það verður samt erfitt að sigrast á þessu því það mun taka mjög langan tíma,“ sagði Yaya Toure. „Bæði stuðningsfólkið og fólk almennt er heimskara í dag en það var áður,“ sagði Yaya Toure. Staðan er hvergi verri en á Ítalíu þar sem má ekki aðeins finn rasisma í stúkunni heldur einnig á forsíðum blaða og á veggspjöldum ítölsku deildarinnar. Það hafa einnig komið upp tilfelli í enska fótboltanum og sem dæmi um það var maður handtekinn á tökunum eftir að hafa verið með kynþáttafordóma á leik Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni. „Auðvitað er þetta sjokkerandi af því að árið er 2019. Það munu koma upp krakkar árið 2020, 2025 og hvað ætlum við að gera fyrir þau? Það er ekki hægt að halda svona áfram,“ sagði Yaya Toure. Yaya Toure er 36 ára gamall og er að spila með Qingdao Huanghai í Kína. Hann varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester City og tvisvar spænskur meistari með Barcelona. Þá vann hann einnig Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni. Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Yaya Toure hefur aldrei verið hræddur við að segja það sem honum finnst og það má sjá dæmi um það í nýju viðtali við hann um kynþáttafordóma í fótboltaheiminum sem hafa verið mun meira áberandi að undanförnu en oft áður. Yaya Toure er fyrrum leikmaður Manchester City og Barcelona og hefur mátt þola kynþáttafordóma á eigin skinni á sínum fótboltaferli. Hann er samt á því að staðan í þessum málum í dag sé verri og hann er líka með kenningu um af hverju það sé. „Stuðningsmennirnir í dag eru heimskari en þeir voru,“ sagði Yaya Toure um ástæðuna fyrir þessari slæmu þróun í rasisma innan fótboltans. "Fans are more stupid than before." Yaya Toure says an increase in stupidity is the reason for racism in football In full https://t.co/u1W5VrddoSpic.twitter.com/V0JylsfQGa— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2019 „Ég hef rætt þetta mál við FIFA því þetta er mjög mikilvægt málefni. Það verður samt erfitt að sigrast á þessu því það mun taka mjög langan tíma,“ sagði Yaya Toure. „Bæði stuðningsfólkið og fólk almennt er heimskara í dag en það var áður,“ sagði Yaya Toure. Staðan er hvergi verri en á Ítalíu þar sem má ekki aðeins finn rasisma í stúkunni heldur einnig á forsíðum blaða og á veggspjöldum ítölsku deildarinnar. Það hafa einnig komið upp tilfelli í enska fótboltanum og sem dæmi um það var maður handtekinn á tökunum eftir að hafa verið með kynþáttafordóma á leik Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni. „Auðvitað er þetta sjokkerandi af því að árið er 2019. Það munu koma upp krakkar árið 2020, 2025 og hvað ætlum við að gera fyrir þau? Það er ekki hægt að halda svona áfram,“ sagði Yaya Toure. Yaya Toure er 36 ára gamall og er að spila með Qingdao Huanghai í Kína. Hann varð þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester City og tvisvar spænskur meistari með Barcelona. Þá vann hann einnig Afríkukeppnina með Fílabeinsströndinni.
Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira