Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2025 19:46 Aðalstuðningsmannasveit Vålerenga var að halda upp á fimmtán ára afmæli sitt. @ValerengaOslo Stuðningsmenn Vålerenga gengu allt of langt í flugeldanotkun sinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Framkoma þeirra hefur vakið upp umræðu í Noregi um hvort að það verði að taka harðara á notkun flugelda á fótboltaleikjum í landinu. NRK Sport FIFA og UEFA taka mjög hart á flugeldanotkun í alþjóðlegum leikjum og sekta félög umsvifalaust fyrir slíkt. Það hafa norsk félög fengið að reyna að eigin skinni. Það er ljóst að framkoma stuðningsmanna Vålerenga um helgina myndi hafa stórar afleiðingar ef þetta hefði verið alþjóðlegur leikur. Leikmenn liðanna þurftu meðal annars að flýja völlinn undan flugeldum og dómari leiksins fékk flugeld í sig. Norska ríkisútvarpið segir frá. Ble truffet da fyrverkeriet haglet over banen under VIF-kampen: – Uakseptabelt https://t.co/HNUVgk9ch4— VårtOslo (@VartOslo) August 18, 2025 Ikaros, stuðningsmannasveit Vålerenga, var að halda upp á fimmtán ára afmæli sitt og ætlaði að gera það með miklum stæl. Skömmu eftir að leikurinn hófst fór allt á fullt og flugeldarnir komu hver á fætur öðrum. Það varð að stöðva leikinn í tvær mínútur eftir flugeldasýninguna og á þeim tíma fóru allir leikmenn í báðum liðum af velli. Bæði þjálfarar og leikmenn komu seinna út á völlinn til að týna upp leifarnar af flugvellinum svo hægt væri að halda áfram leik. „Auðvitað vildu þeir halda upp á þetta og skapa sem bestu stemmninguna. Þeir ætluðu að sýna að þeir séu bestu stuðningsmennirnir í Noregi en þetta var algjörlega ónauðsynlegt,“ sagði Daniel Karlsbakk hjá Sarpsborg sem var mótherji Vålerenga í leiknum. Svo slæmt var ástandið um tíma að annað markið sást ekki fyrir bláum reyk. Vålerenga vann leikinn á endanum 4-0. Klubben informerer. https://t.co/tBSNiLs6RQ— Vålerenga Fotball Elite (@ValerengaOslo) August 18, 2025 Norski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
NRK Sport FIFA og UEFA taka mjög hart á flugeldanotkun í alþjóðlegum leikjum og sekta félög umsvifalaust fyrir slíkt. Það hafa norsk félög fengið að reyna að eigin skinni. Það er ljóst að framkoma stuðningsmanna Vålerenga um helgina myndi hafa stórar afleiðingar ef þetta hefði verið alþjóðlegur leikur. Leikmenn liðanna þurftu meðal annars að flýja völlinn undan flugeldum og dómari leiksins fékk flugeld í sig. Norska ríkisútvarpið segir frá. Ble truffet da fyrverkeriet haglet over banen under VIF-kampen: – Uakseptabelt https://t.co/HNUVgk9ch4— VårtOslo (@VartOslo) August 18, 2025 Ikaros, stuðningsmannasveit Vålerenga, var að halda upp á fimmtán ára afmæli sitt og ætlaði að gera það með miklum stæl. Skömmu eftir að leikurinn hófst fór allt á fullt og flugeldarnir komu hver á fætur öðrum. Það varð að stöðva leikinn í tvær mínútur eftir flugeldasýninguna og á þeim tíma fóru allir leikmenn í báðum liðum af velli. Bæði þjálfarar og leikmenn komu seinna út á völlinn til að týna upp leifarnar af flugvellinum svo hægt væri að halda áfram leik. „Auðvitað vildu þeir halda upp á þetta og skapa sem bestu stemmninguna. Þeir ætluðu að sýna að þeir séu bestu stuðningsmennirnir í Noregi en þetta var algjörlega ónauðsynlegt,“ sagði Daniel Karlsbakk hjá Sarpsborg sem var mótherji Vålerenga í leiknum. Svo slæmt var ástandið um tíma að annað markið sást ekki fyrir bláum reyk. Vålerenga vann leikinn á endanum 4-0. Klubben informerer. https://t.co/tBSNiLs6RQ— Vålerenga Fotball Elite (@ValerengaOslo) August 18, 2025
Norski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira