Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2025 19:46 Aðalstuðningsmannasveit Vålerenga var að halda upp á fimmtán ára afmæli sitt. @ValerengaOslo Stuðningsmenn Vålerenga gengu allt of langt í flugeldanotkun sinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Framkoma þeirra hefur vakið upp umræðu í Noregi um hvort að það verði að taka harðara á notkun flugelda á fótboltaleikjum í landinu. NRK Sport FIFA og UEFA taka mjög hart á flugeldanotkun í alþjóðlegum leikjum og sekta félög umsvifalaust fyrir slíkt. Það hafa norsk félög fengið að reyna að eigin skinni. Það er ljóst að framkoma stuðningsmanna Vålerenga um helgina myndi hafa stórar afleiðingar ef þetta hefði verið alþjóðlegur leikur. Leikmenn liðanna þurftu meðal annars að flýja völlinn undan flugeldum og dómari leiksins fékk flugeld í sig. Norska ríkisútvarpið segir frá. Ble truffet da fyrverkeriet haglet over banen under VIF-kampen: – Uakseptabelt https://t.co/HNUVgk9ch4— VårtOslo (@VartOslo) August 18, 2025 Ikaros, stuðningsmannasveit Vålerenga, var að halda upp á fimmtán ára afmæli sitt og ætlaði að gera það með miklum stæl. Skömmu eftir að leikurinn hófst fór allt á fullt og flugeldarnir komu hver á fætur öðrum. Það varð að stöðva leikinn í tvær mínútur eftir flugeldasýninguna og á þeim tíma fóru allir leikmenn í báðum liðum af velli. Bæði þjálfarar og leikmenn komu seinna út á völlinn til að týna upp leifarnar af flugvellinum svo hægt væri að halda áfram leik. „Auðvitað vildu þeir halda upp á þetta og skapa sem bestu stemmninguna. Þeir ætluðu að sýna að þeir séu bestu stuðningsmennirnir í Noregi en þetta var algjörlega ónauðsynlegt,“ sagði Daniel Karlsbakk hjá Sarpsborg sem var mótherji Vålerenga í leiknum. Svo slæmt var ástandið um tíma að annað markið sást ekki fyrir bláum reyk. Vålerenga vann leikinn á endanum 4-0. Klubben informerer. https://t.co/tBSNiLs6RQ— Vålerenga Fotball Elite (@ValerengaOslo) August 18, 2025 Norski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
NRK Sport FIFA og UEFA taka mjög hart á flugeldanotkun í alþjóðlegum leikjum og sekta félög umsvifalaust fyrir slíkt. Það hafa norsk félög fengið að reyna að eigin skinni. Það er ljóst að framkoma stuðningsmanna Vålerenga um helgina myndi hafa stórar afleiðingar ef þetta hefði verið alþjóðlegur leikur. Leikmenn liðanna þurftu meðal annars að flýja völlinn undan flugeldum og dómari leiksins fékk flugeld í sig. Norska ríkisútvarpið segir frá. Ble truffet da fyrverkeriet haglet over banen under VIF-kampen: – Uakseptabelt https://t.co/HNUVgk9ch4— VårtOslo (@VartOslo) August 18, 2025 Ikaros, stuðningsmannasveit Vålerenga, var að halda upp á fimmtán ára afmæli sitt og ætlaði að gera það með miklum stæl. Skömmu eftir að leikurinn hófst fór allt á fullt og flugeldarnir komu hver á fætur öðrum. Það varð að stöðva leikinn í tvær mínútur eftir flugeldasýninguna og á þeim tíma fóru allir leikmenn í báðum liðum af velli. Bæði þjálfarar og leikmenn komu seinna út á völlinn til að týna upp leifarnar af flugvellinum svo hægt væri að halda áfram leik. „Auðvitað vildu þeir halda upp á þetta og skapa sem bestu stemmninguna. Þeir ætluðu að sýna að þeir séu bestu stuðningsmennirnir í Noregi en þetta var algjörlega ónauðsynlegt,“ sagði Daniel Karlsbakk hjá Sarpsborg sem var mótherji Vålerenga í leiknum. Svo slæmt var ástandið um tíma að annað markið sást ekki fyrir bláum reyk. Vålerenga vann leikinn á endanum 4-0. Klubben informerer. https://t.co/tBSNiLs6RQ— Vålerenga Fotball Elite (@ValerengaOslo) August 18, 2025
Norski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira