Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 11:32 Geir Þorsteinsson, Hafþór Júlíus Björnsson og Klara Bjartmarz eru í efstu þremur sætunum. Samsett mynd Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Íslands 2025, er langtekjuhæsti íþróttamaður landsins samkvæmt nýjasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.). Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.).
Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000
Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira