Enski boltinn

Svona á nýr heimavöllur Everton að líta út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nær Gylfi að spila á nýjum heimavelli Everton?
Nær Gylfi að spila á nýjum heimavelli Everton? vísir/getty

Everton birti í dag myndband og myndir af því hvernig nýr heimavöllur félagsins á að líta út.

Völlurinn á að standa við Bramley-Moore Dock á árbökkum Mersey. Áætlað er að hann taki 52.000 manns í sæti.

Hann leysir Goodison Park, heimavöll Everton síðan 1892, af hólmi. Goodison Park tekur tæplega 40.000 manns í sæti.

Talið er að kostnaðurinn við nýja völlinn verði 500 milljónir punda.

Vonast er til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og völlurinn verði tilbúinn 2023.

Myndband og myndir af nýja vellinum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Markalaust hjá Everton og Arsenal

Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín.

Carlo Ancelotti nýr stjóri Everton

Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti mætir á úrvalsdeildarleik Everton og Arsenal nú í hádeginu en hann skrifaði undir samning við Everton nú rétt í þessu.

Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×