Arnaldur: „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni“ Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 16:37 Arnaldur: Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk, hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum. Getty/ulf andersen „Já, það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart að sjá hvað ég á traustan lesendahóp og auðvitað er ég mikið þakklátur fyrir hann,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur í samtali við Vísi. Nú þegar þetta er skrifað er bóksalan að ná hámarki. Bóksölumenning Íslendinga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina en fyrir jól seljast fleiri bækur en annars yfir allt árið. Bókin er langvinsælasta jólagjöfin og hefur haldið sínu sem slík í gegnum árin. Eru þess fá dæmi á heimsvísu. Og sá sem heldur betur hefur haldið sínu í því sambandi og lagt sitt af mörkum er einmitt glæpasagnahöfundurinn Arnaldur. Samkvæmt nýjum lista sem Vísir birti nú fyrir stundu trónir hann sem fyrr á toppnum með vinsælustu bókina. Eins og verið hefur undanfarin árin. Þau fara að nálgast annan tuginn en bækur hans hafa verið að seljast í um 20 þúsund eintökum hér á landi. Bækur hans hafa selst í 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Mikil vinna bak við hverja bók Í bóksölufári spyr blaðamaður Vísis Arnald hvort einhvern tíma hafi farið um hann; að hann væri hugsanlega að tapa toppsætinu? „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ segir Arnaldur. Spurður hvort það veitist honum auðveldara eða erfiðara að setja saman bók eftir því sem þeim fjölgar segir hann að það taki alltaf sinn tíma, sinn toll. „Ég glími alltaf við þennan ótta að klára ekki bók sem ég hef byrjað á en það hefur ekki gerst enn. Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk og hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum.“ Kominn á skrið með næstu bók Arnaldur segist vona að bækur hans hafi í gegnum tíðina tekið einhverjum breytingum. „Allir rithöfundar þurfa að þroskast og eru í rauninn alltaf að læra. Í mínu tilfelli er ég að vona að ég hafi einfaldað skáldskapinn með árunum, fækkað orðunum eða notað þau betur sem ég brúka.“ Það er svo gaman að geta sagt fjölmörgum aðdáendum Arnaldar af því að hann er hvergi nærri af baki dottinn, hann er ekki á þeim buxunum að leggja frá sér pennann. „Ég er kominn vel á skrið með næstu bók og ég veit að það verður eitthvað framhald á sögunni um Konráð. Ég hef ekki séð fyrir endann á henni.“ Bókmenntir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira
„Já, það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart að sjá hvað ég á traustan lesendahóp og auðvitað er ég mikið þakklátur fyrir hann,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur í samtali við Vísi. Nú þegar þetta er skrifað er bóksalan að ná hámarki. Bóksölumenning Íslendinga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina en fyrir jól seljast fleiri bækur en annars yfir allt árið. Bókin er langvinsælasta jólagjöfin og hefur haldið sínu sem slík í gegnum árin. Eru þess fá dæmi á heimsvísu. Og sá sem heldur betur hefur haldið sínu í því sambandi og lagt sitt af mörkum er einmitt glæpasagnahöfundurinn Arnaldur. Samkvæmt nýjum lista sem Vísir birti nú fyrir stundu trónir hann sem fyrr á toppnum með vinsælustu bókina. Eins og verið hefur undanfarin árin. Þau fara að nálgast annan tuginn en bækur hans hafa verið að seljast í um 20 þúsund eintökum hér á landi. Bækur hans hafa selst í 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Mikil vinna bak við hverja bók Í bóksölufári spyr blaðamaður Vísis Arnald hvort einhvern tíma hafi farið um hann; að hann væri hugsanlega að tapa toppsætinu? „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ segir Arnaldur. Spurður hvort það veitist honum auðveldara eða erfiðara að setja saman bók eftir því sem þeim fjölgar segir hann að það taki alltaf sinn tíma, sinn toll. „Ég glími alltaf við þennan ótta að klára ekki bók sem ég hef byrjað á en það hefur ekki gerst enn. Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk og hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum.“ Kominn á skrið með næstu bók Arnaldur segist vona að bækur hans hafi í gegnum tíðina tekið einhverjum breytingum. „Allir rithöfundar þurfa að þroskast og eru í rauninn alltaf að læra. Í mínu tilfelli er ég að vona að ég hafi einfaldað skáldskapinn með árunum, fækkað orðunum eða notað þau betur sem ég brúka.“ Það er svo gaman að geta sagt fjölmörgum aðdáendum Arnaldar af því að hann er hvergi nærri af baki dottinn, hann er ekki á þeim buxunum að leggja frá sér pennann. „Ég er kominn vel á skrið með næstu bók og ég veit að það verður eitthvað framhald á sögunni um Konráð. Ég hef ekki séð fyrir endann á henni.“
Bókmenntir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira