Lífið

Fyrirsætan Danii Banks mætti innbrotsþjófi á heimili sínu nakin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Banks hefur 2,5 milljónir fylgjenda á Instagram.
Banks hefur 2,5 milljónir fylgjenda á Instagram.

Instagramfyrirsætan Danii Banks vaknaði upp við vondan draum þegar hún gekk fram á vopnaðan mann inni í íbúð sinni á dögunum.

Maðurinn var vopnaður skammbyssu og hótaði Banks öllu illu en hún gekk fram á manninn nakin um miðja nótt. Maðurinn fór fram á það við Banks að hún myndi afhenda honum allan þann pening sem væri inni í íbúðinni.

Banks býr í Chamblee í Georgíufylki í Bandaríkjunum en atvikið náðist á öryggismyndavél í íbúðinni í síðustu viku.

Danii Banks er með yfir 2,5 milljónir fylgjenda á Instagram en það er TMZ sem greinir frá og hefur miðillinn upptöku úr öryggismyndavélakerfinu og má sjá hana hér.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í bænum en innbrotsþjófurinn mun hafa brotið sér leið inn í íbúðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.