Lífið

Hrefna Sætran kenndi Evu Laufey að reiða fram brownie með Creme Brulee kremi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrefna Sætran með merkilegan jólaeftirétt.
Hrefna Sætran með merkilegan jólaeftirétt.

Það styttist í jólin eins og þið vitið og því ekki seinna vænna en að huga að jólaeftirréttum. Eva Laufey heimsótti Hrefnu Sætran í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og kenndi Hrefna henni að búa til ómótstæðilega brownie með Creme Brulee kremi.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni og þar fyrir neðan má sjá uppskriftina.

Brownie með Creme Brulee kremi að hætti Hrefnu Sætran

Hráefni:

 • 300 g súkkulaði
 • 225 G smjör
 • 150 G púðursykur
 • 150 G sykur
 • 4 egg
 • 200 G hveiti
 • 100 G frosin hindber

Aðferð:

 1. Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði.
 2. Setjið í hrærivél og hrærið sykurinn saman við.
 3. Bætið eggjunum út í einu í einu og svo loks hveitinu.
 4. Hrærið svo hindberjunum saman við með sleikju.
 5. Setjið í eldfast mót með smjörpappír og bakið við 175 gráður í 25 mín

Creme Brulee

Hráefni:

 • 1 líter rjómi
 • 6 eggjarauður
 • 170 G sykur
 • 2 msk rifin engiferrót
 • 1 tsk vanillu duft

  Aðferð:
 1. Blandið öllu saman í skál, hellið yfir súkkulaðikökuna og bakið í vatnsbaði við 160 gráður í 40 mín
 2. Kælið yfir nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.