Menning

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna tilkynntar

Andri Eysteinsson skrifar
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2019 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir.
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2019 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum; Fræðibækur og rit almenns eðlis, barna-og ungmennabókmenntir og fagurbókmenntir.
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019 voru tilkynntar í dag við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Tilnefndar eru bækur í þremur flokkum, flokkur fræðibóka og rita almenns efnis, flokkur barna- og ungmennabóka og flokkur fagurbókmennta.Formenn dómnefndanna þriggja sem völdu tilnefningarnar munu koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki.  Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989 og verða þau veitt í 31. sinn.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965. Jón Viðar Jónsson. Útgefandi: Skrudda.Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Útgefandi: Vaka-Helgafell.Síldarárin 1867-1969. Páll Baldvin Baldvinsson. Útgefandi: JPV útgáfa.Jakobína – saga skálds og konu. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir. Útgefandi: Mál og menning.Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi. Unnur Birna Karlsdóttir. Útgefandi: Sögufélag.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Nærbuxnanjósnararnir. Arndís Þórarinsdóttir. Útgefandi: Mál og menning.

Langelstur að eilífur. Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan.Nornin. Hildur Knútsdóttir. Útgefandi: JPV Útgáfa.Egill Spámaður. Lani Yamamoto. Útgefandi: Angústúra.Kjarval - málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Margrét Tryggvadóttir. Útgefandi: Iðunn.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Svínshöfuð. Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfaStaða pundsins. Bragi Ólafsson. Útgefandi: Bjartur.Aðferðir til að lifa af. Guðrún Eva Mínervudóttir. Útgefandi: Bjartur.Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis. Sölvi Björn Sigurðsson. Útgefandi: Sögur útgáfa.Dimmumót. Steinunn Sigurðardóttir. Útgefandi: Mál og menning.Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitir verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í byrjun næsta árs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.