Lífið

Fann ódýrasta flugfar heims á fyrsta farrými

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fór heldur betur vel um Ben Harris í 9 og hálfs tíma flugi.
Fór heldur betur vel um Ben Harris í 9 og hálfs tíma flugi.

Flugáhugamaðurinn Ben Harris hefur oftar en ekki kannað verð á flugmiðum og fann hann á dögunum til að mynda ódýrustu flugferðir heims. Í nýjasta myndbandi hans fer hann aftur á móti í rannsóknarvinnu og gluggar í verðmiða á flugmiðum á fyrsta farrými.

Verkefnið var það að finna ódýrustu flugmiðana á fyrsta farrými og það gæti vakið töluverða athygli lesenda. Það langar sennilega marga að ferðast á fyrsta farrými.

Harris fór því í mikla rannsóknarvinnu og fann nokkuð fínt verð á flugferð með fyrsta farrými. Flugfélagið Lufthansa er með ódýrasta flugið frá München til New York og það á fyrsta farrými.

Harris fer yfir ferðlagið frá a-ö. Alveg frá innritun þar til hann lenti á áfangastaðnum. Flugið kostaði Harris 1500 pund, aðra leið.

Það mun vera um 240 þúsund krónur íslenskar. Harris setti sér alltaf það markmið að fljúga aðeins á fyrsta farrými í hæsta gæðaflokki. Skilyrðin voru að hægt væri að sofa í rúmi. Oftast kosta slík flug um 5500 pund eða um 877 þúsund krónur aðra leið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.