Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 11:57 Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira