Lífið

Stormi bræðir Instagram á snjóbretti

Andri Eysteinsson skrifar
Stormi er efnileg á brettinu
Stormi er efnileg á brettinu Instagram/KylieJenner

Athafnakonan Kylie Jenner birti í dag á Instagram-síðu sinni myndir frá fyrstu skíðaferð dóttur hennar og rapparans Travis Scott, Stormi Webster.
Stormi sem fædd er í febrúar 2018 sýndi þó mikla takta á snjóbrettinu þrátt fyrir að einungis væri að ræða fyrstu ferð hennar. Átta milljónir hafa líkað við færsluna af Stormi litlu á snjóbrettinu og hefur mikill fjöldi haft orð á því hversu krúttlegt myndbandið sé.

 
 
 
View this post on Instagram
storm’s first snow trip
A post shared by Kylie (@kyliejenner) on

Kylie sjálf segist ekki ráða við þetta og systir hennar, Kim Kardashian tekur undir orð litlu systur. Sama segir fyrirsætan Bella Hadid og bætir við að myndbandið sé himneskt.

Sjá má frumraun Stormi Webster á snjóbretti hér að neðan.

 
 
 
View this post on Instagram
I can’t handle this
A post shared by Kylie (@kyliejenner) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.