Lífið

Birta á meðal tíu efstu í Miss Universe

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Birta ræðir við kynni kvöldsins, sjónvarpsmanninn Steve Harvey, á sviðinu í Atlanta í nótt.
Birta ræðir við kynni kvöldsins, sjónvarpsmanninn Steve Harvey, á sviðinu í Atlanta í nótt. Vísir/Getty

Birta Abiba Þórhallsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss Universe, var á meðal tíu efstu í úrslitum keppninnar sem haldin var í bandarísku borginni Atlanta í nótt. Fegurðardrottningin frá Suður-Afríku hreppti að endingu titilinn Miss Universe, eða ungfrú alheimur.

Birta bar sigur úr býtum í undankeppninni hér heima í ágúst síðastliðnum. Birta sagði í viðtali eftir keppnina í ágúst að vegferð hennar í keppninni hefði verið ótrúleg. Hún hefði orðið fyrir kynþáttafordómum en hennar boðskapur væri sá að allir væru fallegir, sama hvernig þeir litu út.

Birta var ánægð með árangurinn ef marka má færslu sem hún birti á Instagram-reikningi sínum í nótt. „Þessi litli lúði hafnaði í topp tíu!“ skrifaði Birta kímin við mynd af sér í fullum fegurðardrottningarskrúða.

 
 
 
View this post on Instagram
Turns out this litte dork made it to the top 10 !
A post shared by @ birta.abiba on

Hér að neðan má svo sjá myndband af tíu efstu keppendum gærkvöldsins sýna sundföt, þar á meðal Birtu.

Eins og áður segir hreppti fulltrúi Suður-Afríku, Zozibini Tunzi, titilinn ungfrú alheimur. Í öðru og þriðja sæti voru keppendurnir frá Mexíkó og Púertó ríkó.

Birta var gestur í Einkalífinu fyrr í vetur og ræddi þar meðal annars um þátttöku sína í Miss Univers. 


Tengdar fréttir

Upplifði mikið sjálfshatur í æsku

„Þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og kenndi mér mikilvæga lexíu,“ segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku.

Enginn beðið mig afsökunar

"Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.