Lífið

Amma Jenner leysir frá skjóðunni um sambandsslit Kylie og Travis

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Esther Jenner (t.v.) ásamt Caitlyn Jenner.
Esther Jenner (t.v.) ásamt Caitlyn Jenner. Vísir/Getty

Ástarsamband samfélagsmiðlastjörnunnar Kylie Jenner og rapparans Travis Scott var dauðadæmt frá byrjun, vegna skorts á skuldbingingarvilja. Það er að minnsta kosti það sem Esther Jenner, amma hinnar 22 ára gömlu Kylie Jenner, vill meina.

Hin 93 ára gamla Esther var til viðtals við The Sun á dögunum þar sem hún talaði meðal annars um sambandsslit Kylie og rapparans. Kylie og Travis Scott, sem réttu nafni heitir Jacques Bermon Webster II,  höfðu átt í ástarsambandi frá árinu 2017, en því sambandi lauk fyrr á þessu ári. Saman eiga þau hina tæplega tveggja ára dóttur Stormi Webster.

Í viðtalinu sagðist hún telja að Webster hafi ekki litið sambandið við Kylie nógu alvarlegum augum, þar sem hann hefði ekki beðið hennar eftir að í ljós kom að hún bæri barn undir belti.

„Ungt fólk í dag, það heldur að það geti búið saman og stofnað fjölskyldu án þess að vera gift. Það hreinlega virkar ekki,“ er haft eftir Jenner.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.