Fékk Michelin-stjörnu á afmælisdaginn sinn Björn Þorfinnsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Hjónin Joke og Vilhjálmur höfðu tvöfalda ástæðu til að gleðjast. Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
Um helgina fékk belgíski veitingastaðurinn Souvenir afhenta Michelinstjörnu við hátíðlega athöfn ytra. Eigendur staðarins eru hjónin Joke Michiel og Vilhjálmur Sigurðsson sem rekið hafa staðinn síðustu tvö ár í Gent. „Þetta er fyrst og fremst mikill heiður. Við höfum lagt hart að okkur undanfarin ár og það er gaman að uppskera með þessum áþreifanlega hætti,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að veitingastaðurinn hafi fengið góðar viðtökur frá fyrstu tíð sem kom aðstandendum nokkuð á óvart enda leikur grænmeti aðalhlutverkið á matseðli Souvenir. „Grænmetið er stjarnan á matseðlinum en að auki eldum við ýmiss konar fiskmeti,“ segir hann. Vilhjálmur lærði matreiðsluiðnina á Íslandi og vann meðal annars á Grillinu á Hótel Sögu og á veitingastaðnum Dilli þegar sá merki staður var til húsa í Norræna húsinu. Hann kynntist síðan Joke, sem er belgísk, og fluttu þau út fyrir tíu árum. Hann segist ekki á heimleið en vonast til að geta hagað vinnu sinni þannig að meiri tími gefist fyrir Íslandsheimsóknir á næstu árum. „Það er gríðarlegur áhugi fyrir Íslandi hérna í Gent og ótrúlega margir gestir sem ræða við mann um væntanlega Íslandsferð eða hvað nýafstaðin ferð hafi verið frábær. Ég held að ég hafi aldrei séð eins margar lopapeysur og hérna úti,“ segir Vilhjálmur kíminn. Þá segist hann nokkuð reglulega fá heimsóknir frá Íslendingum. „Ég get kannski ekki byggt reksturinn á þeim heimsóknum en Íslendingar sem búa hér ytra kíkja oft í heimsókn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Vilhjálmur. Tilkynnt er um Michelin-stjörnur til belgískra veitingastaða á sérstökum galakvöldverði. Það er eins konar árshátíð belgískra veitingamanna og því mikilvægt að mæta þar til að sýna sig og sjá aðra. Það var þó ekki á döfinni hjá Joke og Vilhjálmi enda voru þau að fagna afmælisdegi Joke auk þess sem aðeins er vika þar til þriðja barn þeirra mun líta dagsins ljós. „Við vorum bara að fá okkur notalegan hádegisverð þegar við fengum símtal frá formanni Michelin-nefndarinnar um að við yrðum að mæta til að taka við viðurkenningunni. Þetta símtal var því skemmtileg afmælisgjöf,“ segir Vilhjálmur.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Michelin Veitingastaðir Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira