Dansa á landamærum ástar og örvæntingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:49 Einar Lövdahl Gunnlaugsson og Egill Jónsson skipa dúóið LØV & LJÓN. Mynd/Hjördís Eyþórsdóttir Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin. Tónlist Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin.
Tónlist Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira