Stjórnarmeirihlutinn fellur niður í þrjá þingmenn Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 21:00 Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði í dag. stöð 2 Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka. Andrés Ingi tilkynnti félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna úrsögn sína úr flokknum í dag. Fyrir ákvörðun hans höfðu stjórnarflokkarnir þrír 35 þingmenn af sextíu og þremur á móti 28 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir útgöngu Andrésar Inga minkar stjórnarmeirihlutinn í þrjá þingmenn, því þrjátíu og tvo þarf til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi.Á myndinni sést fjöldi þeirra sem eru í meirihluta og stjórnarandstöðunnar.Þegar stjórnarsamstarfið var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í lok nóvember 2017 studdu hvorki Rósa Björk Brynjólfsdóttir né Andrés Ingi samstarfið við hina flokkana.Er þér þá búið að líða illa í þessu stjórnarsamstarfi allan tímann?„Misvel. Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar en allt of oft hefur verið ágreiningur þar sem ekki þyrfti að vera,“ segir Andrés Ingi og vísar þar til stöðunnar innan þingflokksins. Ekkert eitt mál á síðustu vikum hafi fyllt mælinn.Nú eru stjórnarflokkar aðeins með tveggja manna meirihluta en 32 þingmenn þarf til að hafa meirihluta á þingi.„Samskiptin hafa verið stirð á köflum. Svo finnur maður að það er alltaf verið að toga málamiðlun ríkisstjórnarinnar lengra í áttina frá því sem Vinstri græn standa fyrir.“Þannig að þér finnst með öðrum orðum að stefna Vinstri grænna sé að lúta í lægra haldi innan stjórnarsamstarfsins?„Það er náttúrlega það sem ég hafði áhyggjur af upphaflega þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur og mér þótti ekki vera nóg af skýrum stórmálum sem Vinstri græn hefðu náð í gegn,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi greint Rósu Björk frá ákvörðun sinni en hún er í viku leyfi frá þingstörfum og fréttastofa ekki náð tali af henni í dag. Andrés Ingi segir að þótt ráðherrar flokksins hafi komið ýmsum góðum málum áleiðis hafi ráðherrar annarra flokka skilað öðrum verri fyrir stefnu flokksins. Nefnir hann frumvarp um útlendinga í vor sem þrengt hefði rétt hælisleitenda. „Mér sveið að það fengi framgang sem stjórnarmál þótt við höfum sem betur fer ekki þurft að klára það á þeim þingvetri.“ Ágreiningur um framlög til rannsókna á samherjamálinu hafi ekki ráðið úrslitum. „Þótt að þessi stemming í kringum samherjamálin rifji aðeins upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi Jónsson. Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Nytjamarkaðinum á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira
Stjórnarþingmönnum fækkaði um einn í dag þegar Andrés Ingi Jónsson sagði sig úr Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Hann segir æ meira hafa skilið á mill hans og annarra þingmanna flokksins að undanförnu og ætlar að starfa utan flokka. Andrés Ingi tilkynnti félögum sínum í þingflokki Vinstri grænna úrsögn sína úr flokknum í dag. Fyrir ákvörðun hans höfðu stjórnarflokkarnir þrír 35 þingmenn af sextíu og þremur á móti 28 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Eftir útgöngu Andrésar Inga minkar stjórnarmeirihlutinn í þrjá þingmenn, því þrjátíu og tvo þarf til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi.Á myndinni sést fjöldi þeirra sem eru í meirihluta og stjórnarandstöðunnar.Þegar stjórnarsamstarfið var samþykkt á flokksráðsfundi Vinstri grænna í lok nóvember 2017 studdu hvorki Rósa Björk Brynjólfsdóttir né Andrés Ingi samstarfið við hina flokkana.Er þér þá búið að líða illa í þessu stjórnarsamstarfi allan tímann?„Misvel. Við höfum alveg átt góðar stundir og slæmar en allt of oft hefur verið ágreiningur þar sem ekki þyrfti að vera,“ segir Andrés Ingi og vísar þar til stöðunnar innan þingflokksins. Ekkert eitt mál á síðustu vikum hafi fyllt mælinn.Nú eru stjórnarflokkar aðeins með tveggja manna meirihluta en 32 þingmenn þarf til að hafa meirihluta á þingi.„Samskiptin hafa verið stirð á köflum. Svo finnur maður að það er alltaf verið að toga málamiðlun ríkisstjórnarinnar lengra í áttina frá því sem Vinstri græn standa fyrir.“Þannig að þér finnst með öðrum orðum að stefna Vinstri grænna sé að lúta í lægra haldi innan stjórnarsamstarfsins?„Það er náttúrlega það sem ég hafði áhyggjur af upphaflega þegar stjórnarsáttmálinn var samþykktur og mér þótti ekki vera nóg af skýrum stórmálum sem Vinstri græn hefðu náð í gegn,“ segir Andrés Ingi. Hann hafi greint Rósu Björk frá ákvörðun sinni en hún er í viku leyfi frá þingstörfum og fréttastofa ekki náð tali af henni í dag. Andrés Ingi segir að þótt ráðherrar flokksins hafi komið ýmsum góðum málum áleiðis hafi ráðherrar annarra flokka skilað öðrum verri fyrir stefnu flokksins. Nefnir hann frumvarp um útlendinga í vor sem þrengt hefði rétt hælisleitenda. „Mér sveið að það fengi framgang sem stjórnarmál þótt við höfum sem betur fer ekki þurft að klára það á þeim þingvetri.“ Ágreiningur um framlög til rannsókna á samherjamálinu hafi ekki ráðið úrslitum. „Þótt að þessi stemming í kringum samherjamálin rifji aðeins upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi Jónsson.
Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Nytjamarkaðinum á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05
Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína síðdegis. 27. nóvember 2019 17:00
Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag. 27. nóvember 2019 18:16