Stórskáldið kom með lausnina Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 09:00 Bækur Guðrúnar frá Lundi njóta enn vinsælda meðal þjóðarinnar. Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inniheldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg. Ein af kápunum er af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var fyrsta útgefna verk Guðrúnar og kom út árið 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Á næstu árum kom út eitt bindi á ári uns þau urðu fimm. Öll bindin skarta sömu kápumynd. Þeir sem haldið hafa nafni Guðrúnar á lofti, erfingjar hennar og fræðimenn, hafa hins vegar ekki verið vissir um hver höfundur þessarar myndar er. Ákveðið var hins vegar að hafa kápuna á Dalalífi með í pakkanum í von um að það yrði til að varpa ljósi á málin.Eftir umfjöllun í fjölmiðlum þar sem skorað var á þá sem hefðu vitneskju um málið að setja sig í samband við útgáfuna kom lausnin á gátunni smám saman í ljós. Um miðjan 5. áratuginn voru tveir upprennandi listamenn, báðir fæddir og uppaldir á Sauðárkróki, komnir til Reykjavíkur til að afla sér menntunar, þeir Hannes Pétursson skáld og Jóhannes Geir listmálari. Hannes hefur staðfest að Jóhannes Geir hafi sagt sér þá að hann hefði málað myndina framan á Dalalífi. Bróðir Jóhannesar, Stefán Jónsson, auglýsingateiknari og arkitekt, rak teiknistofu í Reykjavík um þetta leyti og Jóhannes fékk stundum verkefni hjá bróður sínum og segir Hannes að þannig hafi þetta komið til. Jóhannes Geir fæddist 1927 og lést 2003. Hann var aðeins 19 ára þegar hann gerði kápumyndina og hafði vart hafið formlegt listnám en sama ár og Dalalíf kom út, 1946, hóf hann nám í Handíða- og myndlistaskólanum. Jóhannes Geir var einkum kunnur á seinni árum fyrir málverk sín af atburðum Sturlungu. Er augljós svipur með þeim verkum og Dalalífskápunni. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inniheldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg. Ein af kápunum er af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var fyrsta útgefna verk Guðrúnar og kom út árið 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Á næstu árum kom út eitt bindi á ári uns þau urðu fimm. Öll bindin skarta sömu kápumynd. Þeir sem haldið hafa nafni Guðrúnar á lofti, erfingjar hennar og fræðimenn, hafa hins vegar ekki verið vissir um hver höfundur þessarar myndar er. Ákveðið var hins vegar að hafa kápuna á Dalalífi með í pakkanum í von um að það yrði til að varpa ljósi á málin.Eftir umfjöllun í fjölmiðlum þar sem skorað var á þá sem hefðu vitneskju um málið að setja sig í samband við útgáfuna kom lausnin á gátunni smám saman í ljós. Um miðjan 5. áratuginn voru tveir upprennandi listamenn, báðir fæddir og uppaldir á Sauðárkróki, komnir til Reykjavíkur til að afla sér menntunar, þeir Hannes Pétursson skáld og Jóhannes Geir listmálari. Hannes hefur staðfest að Jóhannes Geir hafi sagt sér þá að hann hefði málað myndina framan á Dalalífi. Bróðir Jóhannesar, Stefán Jónsson, auglýsingateiknari og arkitekt, rak teiknistofu í Reykjavík um þetta leyti og Jóhannes fékk stundum verkefni hjá bróður sínum og segir Hannes að þannig hafi þetta komið til. Jóhannes Geir fæddist 1927 og lést 2003. Hann var aðeins 19 ára þegar hann gerði kápumyndina og hafði vart hafið formlegt listnám en sama ár og Dalalíf kom út, 1946, hóf hann nám í Handíða- og myndlistaskólanum. Jóhannes Geir var einkum kunnur á seinni árum fyrir málverk sín af atburðum Sturlungu. Er augljós svipur með þeim verkum og Dalalífskápunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning