Ólympíumeistari í hnefaleikum hætt af því hún er hrædd við að missa sjónina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 09:30 Nicola Adams með annað Ólympíugullið sitt. Getty/ Jan Kruger Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar. Nicola Adams varð fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í hnefaleikum á ÓL í London 2012 og varði síðan Ólympíugullið sitt á ÓL í Ríó fjórum árum síðar."I'm immensely honoured to have represented our country - to win double Olympic gold medals and then the WBO championship belt is a dream come true… But it's not without taking its toll on my body." Nicola Adams has retired from boxinghttps://t.co/J9bfAk9Bqhpic.twitter.com/JXvSo4hvjI — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019Hún gerðist atvinnumaður árið 2017 og er núverandi heimsmeistari WBO í fluguvigt. Nicola Adams er nú 37 ára gömul og varð að taka stóra ákvörðun á dögunum. „Mér var ráðlagt það að hætta að boxa því fái ég annað högg á augað þá eru miklar líkur á varanlegum skaða og blindu,“ sagði Nicola Adams í viðtali í Yorkshire Evening Post. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir mína þjóð og það var algjör draumur að vinna tvö Ólympíugull og svo heimsmeistarabeltið hjá WBO. Það hefur kostað sínar fórnir og hefur tekið sinn toll af líkama mínum,“ sagði Adams.'You’ve championed me from the very start of my career and so I wanted you to be the first to know I’ve made the very difficult decision to step down from the ring.'https://t.co/HXdXnRMyZA — YorkshireEveningPost (@LeedsNews) November 6, 2019 Adams barðist síðast 28. september síðastliðinn þar sem hún varði heimsmeistaratitilinn sinn í fluguvigtinni. Hún barðist alls sex sinnum sem atvinnumaður, vann fimm bardaga og gerði eitt jafntefli. Það leit allt út fyrir að Nicola Adams yrði meðal keppenda á ÓL í Tókýó á næsta ári enda eflaust mjög freistandi fyrir hana að fullkomna þrennuna. Hún ýtti undir þær sögusagnir þegar hún áframsendi myndband á Twitter síðu sinni þar sem var verið að kynna verðlaunapeningana á ÓL 2020. Nicola Adams skrifaði undir: „Ég velti því fyrir mér hvernig þessi verðlaunapeningur myndi líta út á arinhillunni minni.“ Nú er aftur á móti ljóst að ekkert verður að því.Double Olympic champion Nicola Adams announces retirement from boxing - https://t.co/vpGV1H0Jx0 — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 6, 2019 Box Bretland Ólympíuleikar Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Nicola Adams er tvöfaldur Ólympíumeistari í hnefaleikum en hún mun ekki reyna við þriðja Ólympíugullið sitt á ÓL í Tókýó næsta sumar. Nicola Adams varð fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í hnefaleikum á ÓL í London 2012 og varði síðan Ólympíugullið sitt á ÓL í Ríó fjórum árum síðar."I'm immensely honoured to have represented our country - to win double Olympic gold medals and then the WBO championship belt is a dream come true… But it's not without taking its toll on my body." Nicola Adams has retired from boxinghttps://t.co/J9bfAk9Bqhpic.twitter.com/JXvSo4hvjI — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019Hún gerðist atvinnumaður árið 2017 og er núverandi heimsmeistari WBO í fluguvigt. Nicola Adams er nú 37 ára gömul og varð að taka stóra ákvörðun á dögunum. „Mér var ráðlagt það að hætta að boxa því fái ég annað högg á augað þá eru miklar líkur á varanlegum skaða og blindu,“ sagði Nicola Adams í viðtali í Yorkshire Evening Post. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir mína þjóð og það var algjör draumur að vinna tvö Ólympíugull og svo heimsmeistarabeltið hjá WBO. Það hefur kostað sínar fórnir og hefur tekið sinn toll af líkama mínum,“ sagði Adams.'You’ve championed me from the very start of my career and so I wanted you to be the first to know I’ve made the very difficult decision to step down from the ring.'https://t.co/HXdXnRMyZA — YorkshireEveningPost (@LeedsNews) November 6, 2019 Adams barðist síðast 28. september síðastliðinn þar sem hún varði heimsmeistaratitilinn sinn í fluguvigtinni. Hún barðist alls sex sinnum sem atvinnumaður, vann fimm bardaga og gerði eitt jafntefli. Það leit allt út fyrir að Nicola Adams yrði meðal keppenda á ÓL í Tókýó á næsta ári enda eflaust mjög freistandi fyrir hana að fullkomna þrennuna. Hún ýtti undir þær sögusagnir þegar hún áframsendi myndband á Twitter síðu sinni þar sem var verið að kynna verðlaunapeningana á ÓL 2020. Nicola Adams skrifaði undir: „Ég velti því fyrir mér hvernig þessi verðlaunapeningur myndi líta út á arinhillunni minni.“ Nú er aftur á móti ljóst að ekkert verður að því.Double Olympic champion Nicola Adams announces retirement from boxing - https://t.co/vpGV1H0Jx0 — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 6, 2019
Box Bretland Ólympíuleikar Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira