Lífið

Vilborg og kærastinn í tæplega sjö þúsund metra hæð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilborg og Aleš Česen saman í fjallgöngu.
Vilborg og Aleš Česen saman í fjallgöngu.

Vilborg Arna Gissurardóttir sýndi frá því í byrjun vikunnar að hún hafi náð á toppinn á Ama Dablam sem er í 6812 metra hæð.

Vilborg birti myndir á Instagram þar sem sjá má kærasta hennar Aleš Česen. Mbl greinir fyrst frá.

Česen er 37 ára fjallagarpur.

„Bakpokarnir voru vissulega nokkuð þungir en það er gott að hafa einhvern sérstakan með sér til að leiða upp fjallið,“ segir Vilborg í færslu á Instagram en hópurinn lagði af stað í þetta ferðalag þann 10. október og hafa því verið í tæpan mánuð frá ástvinum sínum. Komu þau meðal annars við í grunnbúðum Everest á leið sinni upp á Ama Dablam.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.