Lífið

Erlendur náði markmiðinu og komst á topp Ama Dablam

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Erlendur Pálsson þurfti að klífa erfiða áskorun í undirbúningi sínum fyrir gönguna.
Erlendur Pálsson þurfti að klífa erfiða áskorun í undirbúningi sínum fyrir gönguna. Myndir/Úr einkasafni
Fjallgöngumaðurinn Erlendur Pálsson náði um helgina að komast á topp fjallsins Ama Dablam í Nepal, sem hafði verið draumur hans í þrjú ár. Við fjölluðum um ferðalag Erlends hér á Vísi, en fyrir ári síðan var æxli á stærð við golfkúlu fjarlægt úr höfði hans. 

Erlendur lét það ekki stoppa sig þó að veikindin gerðu verkefnið meira krefjandi en hann náði nú loks markmiði sínu í fyrstu tilraun. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó. Hann var í undirbúningi fyrir þessa fjallgöngu þegar æxlið fannst. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Erlendur: 

„Æxlið fannst þannig, að ég fékk suð fyrir eyrun og heimilislæknirinn var svo almennilegur að senda mig í myndatöku. Þá fannst æxlið en ég er ennþá með suðið,“

Sjá einnig: Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt

Erlendur Pálsson lét æxli ekki stoppa sig í því að láta draumana rætast.Mynd/Úr einkasafni
Vilborg Arna Gissurardóttir er með Erlendi í Nepal og hún birti þessa mynd af teyminu á Instagram og sagði þar að þetta væri „eitt besta útsýni sem hún hefði nokkurn tímann upplifað.“ 

Hópurinn lagði af stað í þetta ferðalag þann 10. október og hafa því verið í tæpan mánuð frá ástvinum sínum.  Komu þau meðal annars við í grunnbúðum Everest á leið sinni upp á Ama Dablam og eiga nú eftir að koma sér niður aftur.





Erlendur birti nokkrar fallegar myndir frá síðasta hluta ferðarinnar en í samtali við Vísi segist hann þakklátur. Með honum í för voru Vilborg Arna Gissurardóttir, Sigurður Bjarni Sveinsson, Arnar Páll Gíslason og Aleš Česen. Arnar Páll þurfti þó að snúa til baka vegna veikinda, áður en hópurinn komst á leiðarenda.

„Þetta hafðist! Magnaðir þrír dagar af erfiði, örmögnun, gleði, vonleysi, ofsakæti, þakklæti og auðmýkt. Þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessum leiðangri. Takk Vilborg Arna fyrir ótrúlegt skipulag og hvatningu hausinn á þér er fast skrúfaður á. Thank you Ales for your help and support what a athlete you are. Takk Siggi Bjarni maður bíður ekki um betri félagsskap, þvílíkt gleði að vera nálægt kraftinum í þér. Takk Arnar Páll magnaður klettur sem þú ert og hugsaði ég oft til þín á strunsinu upp. Síðan veit ég að margir voru að hugsa til okkar og senda góða strauma takk fyrir það líka,“ skrifaði Erlendur þegar hann tilkynnti á samfélagsmiðlum að draumurinn hefði ræst. 

Mynd/Úr einkasafni
Mynd/úr einkasafni
Mynd/Úr einkasafni
Mynd/Úr einkasafni
Mynd/Úr einkasafni

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×