Innlent

Erfið aksturs­skil­yrði með tak­mörkuðu skyggni í éljum og skaf­renningi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sést á þessu spákorti Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag er ansi kalt um allt land.
Eins og sést á þessu spákorti Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag er ansi kalt um allt land. veðurstofa íslands
Það má búast við erfiðum akstursskilyrðum á norðanverðu landinu í dag með takmörkuðu skyggni í éljum og skafrenningi að því segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Færðin mun svo þyngjast enn frekar seint í kvöld og á morgun gangi veðurspár eftir þar sem þá er gert ráð fyrir snjókomu norðan til á landinu.Það verður annars köld norðaustan átt í dag og vindur víða strekkingur að styrk. Él verða á norðurhelmingi landsins en þurrt og víða bjart sunnan til á landinu.Síðdegis má búast við norðlægari vindi og bætir þá í vin og úrkomu. Þannig er spáð 15 til 23 metrum á sekúndu nærri miðnætti og verður hvassast suðaustan lands.Annað kvöld dregur úr ofankomu en þá er útlit fyrir él á Vesturlandi sem mögulega munu ná til höfuðborgarsvæðisins.Veðurhorfur á landinu:Norðaustan 10-18 m/s og él á norður helmingi landsins, en þurrt sunnan til og víða léttskýjað suðvestanlands. Gengur í norðan 15-23 seint í kvöld með samfelldari snjókomu, hvassast suðaustanlands, en áfram þurrt syðra. Úrkomuminna annað kvöld. Frost víða 2 til 7 stig, en dregur úr frosti á morgun.Á fimmtudag:

Norðan 13-20 m/s og snjókoma eða él, en skýjað og þurrt um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig.Á föstudag:

Norðan 8-13 og dálítil él norðan- og austanlands en léttskýjað suðvestan til á landinu. Frost 0 til 6 stig. Lægir um kvöldið og herðir á frosti.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):

Hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en skýjað um norðanvert landið og stöku él á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:

Vestlæg átt, skýjað með köflum og lengst af þurrt. Hiti 1 til 5 stig. Lengst af bjartviðri um austanvert landið og hiti um og undir frostmarki.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.