Enski boltinn

Fyrrum leik­maður Liver­pool segir Sancho ofar­lega á óska­lista fé­lagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jadon Sancho.
Jadon Sancho. vísir/getty
Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, sé ofarlega á óskalista Evrópumeistara Liverpool.Sancho gekk í raðir Dortmund frá Manchester City árið 2017 en síðan þá hefur hann slegið í gegn í Þýskalandi. Mörg stórlið eru nú talin fylgjast með kappanum.Hamann segir að eitt af þeim liðum séu Liverpool.„Miðað við það sem ég heyri þá hefur Liverpool mikinn áhuga. Ég gæti ímyndað mér það að næsta sumar væru þeir einna áhugasamastir,“ sagði Hamann við Sky í Þýskalandi.„Hann er frá Manchester City og ég veit ekki hvort að hann muni fara þangað aftur og það er eitthvað talað um Manchester United.“Liverpool hefur eytt stórum fjárhæðum í leikmenn undanfarna glugga, til að mynda 75 milljónum punda í Virgil van Dijk, en Hamann segir að Dortmund gæti sett verðmiðan hátt á Sancho.„Hann er ekki með neina klásúlu í samningi sínum. Ef Dortmund segir að þeir vilji stjarnfræðilega upphæð þá mun þetta ekki gerast.“„Það eru fáir sem myndu styrkja sóknarlínu Liverpool. Ef einhver af fremstu þremur hjá Liverpool sé að fara þá væri Sancho góð viðbót,“ bætti Hamann við.Englendingurinn kom sér í vandræði á dögunum er hann mætti of seint til Þýskalands eftir landsliðsverkefni. Hann var því ekki í leikmannahópi liðsins um helgina.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.