Skítblankur á túristavertíð Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. október 2019 07:00 Tóti segir Þjóðverjana ýmist hundleiðinlega eða langskemmtilegustu ferðaskjólstæðingana. MYND/MIKKEL HØRLYCK Sjálfur lýsir Þórarinn Leifsson, Tóti Leifs, sér sem pönkara, götu- og skiltamálara, myndskreyti, vefsmið, rithöfundi og fyrirlesara sem varð loks leiðsögumaður um hálendi Íslands fyrir örfáum misserum eftir að hann flutti heim frá Berlín, fráskilinn og skítblankur. „Mig hafði lengi langað til að prófa að „gæda“ og tækifærið kom þegar ég skildi fyrir tveim árum og brotlenti á Íslandi,“ segir Tóti en hann og rithöfundurinn Auður Jónsdóttir höfðu búið í Berlín með syninum Leifi Ottó í nokkur ár þegar þau slitu samvistum eftir tæp tuttugu ár.Blankur alla öldina Rithöfundarferill Tóta hófst með barnabókinni Leyndarmálið hans pabba sem kom út haustið 2007 og hann myndskreytti sjálfur. Hann segir það hins vegar gera lítið fyrir efnahaginn að vera vinsæll rithöfundur. „Ég hef bara ekki átt bót fyrir boruna á mér mest alla þessa öld. Ég hef vissulega fengið góða dóma og allskonar fín boð til útlanda en það skilar sér sjaldnast í bankann,“ segir Tóti sem hefur gengið ágætlega að safna gulli á hringnum rómaða í kringum Geysi og Gullfoss. „Tekjurnar skipta miklu máli og ég er búinn að hreinsa upp einhverjar milljónir í gamlar listamannaskuldir á síðustu tveimur árum,“ segir Tóti um leiðsögumannsstarfið sem sé auðvitað ekki fyrir hvern sem er. „Ég fór í einhverja 170 túra á tólf mánaða tímabili þegar ég var að koma mér almennilega inn í bransann. Það er stór plús að vera einhleypur og eiga sveigjanlega barnsmóður. Ég hef getað stokkið í alls konar túra með stuttum fyrirvara.“ Tíðindamikið á ferðaþjónustuvígstöðvunum Rithöfundurinn í Tóta hrökk í gang á endalausu hringferðalaginu og fann innblástur í bekk við Gullfoss þannig að úr varð bókin Bekkurinn – dagbók í Gullhring en hann er byrjaður að safna á Karolina Fund fyrir útgáfunni sem er fyrirhuguð í nóvember. „Ég var að taka mynd af bekknum í hverjum Gullhring og einhvern tímann datt mér í hug að tengja myndirnar við búta úr dagbók og gefa hverjum túr einkunn að hætti TripAdvisor,“ segir Tóti um tilurð bókarinnar. „Og úr þessu varð bók með myndum úr 76 gullhringjum á einu ári þannig að segja má að þetta sé bók með myndum frá vígvelli ferðaþjónustunnar árin 2018 til 2019.“ Bekkurinn – dagbók í Gullhring veiti þannig innsýn í tólf mánaða tímabil. „Þegar ferðamannabólan náði hámarki á Íslandi. Myndirnar sýna síbreytilega veðráttu um leið og textinn greinir frá fjölbreyttri mannlífsflóru og eintóna hversdagsleika miðaldra manns á krossgötum. Á vertíð sem virðist aldrei taka enda.“ Leitin að gleðinni Tóti hefur áður verið miðpunktur eigin verks með góðum árangri í skáldævisögunni Götumálarinn frá 2011 þar sem hann sagði frá þvælingi sínum sem ungur maður um Vestur-Evrópu upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar. „Bekkurinn er sjálfsævisaga eins og Götumálarinn,“ segir Tóti sem telur enga hættu á að með þessum bókum segi hann skilið við barnabækurnar. „Ég sé ekki neina stefnubreytingu fyrir utan að tekjumódelið hefur gjörbreyst. Ég er enn þá að fá hugmyndir að bókum fyrir börn og fullorðna og koma þeim í verk.“ Þá stefnir hann heldur ekki á að verða einyrki á bókamarkaði þótt hann hafi kosið að gefa nýju bókina út sjálfur með hópfjármögnun. „Ég er ekkert endilega leiður á útgefendum, kannski frekar á bókmenntaheiminum sem slíkum. Við rithöfundar erum oft eins og hræddar mýs einhvers staðar úti í horni að sífra um bág kjör meðan útgefendur marséra um eins og foringjar útrýmingarbúða,“ segir Tóti og bætir við að hann hafi fundið þörf fyrir „smá pásu frá þessari stemningu. Ég þurfti að senda frá mér bók á eigin forsendum og finna aftur gleðina við að gefa út. Það er hins vegar mjög mikið af góðu fólki að vinna hjá Forlaginu sem gladdi mig mikið með því að verða fyrst til að styrkja útgáfuna á Karolina Fund. Svo er ég með handrit að „gæda“-krimma sem ég vil helst klára með Forlaginu, því þar eru frábærir ritstjórar sem geta stundum kveikt í manni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Sjálfur lýsir Þórarinn Leifsson, Tóti Leifs, sér sem pönkara, götu- og skiltamálara, myndskreyti, vefsmið, rithöfundi og fyrirlesara sem varð loks leiðsögumaður um hálendi Íslands fyrir örfáum misserum eftir að hann flutti heim frá Berlín, fráskilinn og skítblankur. „Mig hafði lengi langað til að prófa að „gæda“ og tækifærið kom þegar ég skildi fyrir tveim árum og brotlenti á Íslandi,“ segir Tóti en hann og rithöfundurinn Auður Jónsdóttir höfðu búið í Berlín með syninum Leifi Ottó í nokkur ár þegar þau slitu samvistum eftir tæp tuttugu ár.Blankur alla öldina Rithöfundarferill Tóta hófst með barnabókinni Leyndarmálið hans pabba sem kom út haustið 2007 og hann myndskreytti sjálfur. Hann segir það hins vegar gera lítið fyrir efnahaginn að vera vinsæll rithöfundur. „Ég hef bara ekki átt bót fyrir boruna á mér mest alla þessa öld. Ég hef vissulega fengið góða dóma og allskonar fín boð til útlanda en það skilar sér sjaldnast í bankann,“ segir Tóti sem hefur gengið ágætlega að safna gulli á hringnum rómaða í kringum Geysi og Gullfoss. „Tekjurnar skipta miklu máli og ég er búinn að hreinsa upp einhverjar milljónir í gamlar listamannaskuldir á síðustu tveimur árum,“ segir Tóti um leiðsögumannsstarfið sem sé auðvitað ekki fyrir hvern sem er. „Ég fór í einhverja 170 túra á tólf mánaða tímabili þegar ég var að koma mér almennilega inn í bransann. Það er stór plús að vera einhleypur og eiga sveigjanlega barnsmóður. Ég hef getað stokkið í alls konar túra með stuttum fyrirvara.“ Tíðindamikið á ferðaþjónustuvígstöðvunum Rithöfundurinn í Tóta hrökk í gang á endalausu hringferðalaginu og fann innblástur í bekk við Gullfoss þannig að úr varð bókin Bekkurinn – dagbók í Gullhring en hann er byrjaður að safna á Karolina Fund fyrir útgáfunni sem er fyrirhuguð í nóvember. „Ég var að taka mynd af bekknum í hverjum Gullhring og einhvern tímann datt mér í hug að tengja myndirnar við búta úr dagbók og gefa hverjum túr einkunn að hætti TripAdvisor,“ segir Tóti um tilurð bókarinnar. „Og úr þessu varð bók með myndum úr 76 gullhringjum á einu ári þannig að segja má að þetta sé bók með myndum frá vígvelli ferðaþjónustunnar árin 2018 til 2019.“ Bekkurinn – dagbók í Gullhring veiti þannig innsýn í tólf mánaða tímabil. „Þegar ferðamannabólan náði hámarki á Íslandi. Myndirnar sýna síbreytilega veðráttu um leið og textinn greinir frá fjölbreyttri mannlífsflóru og eintóna hversdagsleika miðaldra manns á krossgötum. Á vertíð sem virðist aldrei taka enda.“ Leitin að gleðinni Tóti hefur áður verið miðpunktur eigin verks með góðum árangri í skáldævisögunni Götumálarinn frá 2011 þar sem hann sagði frá þvælingi sínum sem ungur maður um Vestur-Evrópu upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar. „Bekkurinn er sjálfsævisaga eins og Götumálarinn,“ segir Tóti sem telur enga hættu á að með þessum bókum segi hann skilið við barnabækurnar. „Ég sé ekki neina stefnubreytingu fyrir utan að tekjumódelið hefur gjörbreyst. Ég er enn þá að fá hugmyndir að bókum fyrir börn og fullorðna og koma þeim í verk.“ Þá stefnir hann heldur ekki á að verða einyrki á bókamarkaði þótt hann hafi kosið að gefa nýju bókina út sjálfur með hópfjármögnun. „Ég er ekkert endilega leiður á útgefendum, kannski frekar á bókmenntaheiminum sem slíkum. Við rithöfundar erum oft eins og hræddar mýs einhvers staðar úti í horni að sífra um bág kjör meðan útgefendur marséra um eins og foringjar útrýmingarbúða,“ segir Tóti og bætir við að hann hafi fundið þörf fyrir „smá pásu frá þessari stemningu. Ég þurfti að senda frá mér bók á eigin forsendum og finna aftur gleðina við að gefa út. Það er hins vegar mjög mikið af góðu fólki að vinna hjá Forlaginu sem gladdi mig mikið með því að verða fyrst til að styrkja útgáfuna á Karolina Fund. Svo er ég með handrit að „gæda“-krimma sem ég vil helst klára með Forlaginu, því þar eru frábærir ritstjórar sem geta stundum kveikt í manni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp