Skítblankur á túristavertíð Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. október 2019 07:00 Tóti segir Þjóðverjana ýmist hundleiðinlega eða langskemmtilegustu ferðaskjólstæðingana. MYND/MIKKEL HØRLYCK Sjálfur lýsir Þórarinn Leifsson, Tóti Leifs, sér sem pönkara, götu- og skiltamálara, myndskreyti, vefsmið, rithöfundi og fyrirlesara sem varð loks leiðsögumaður um hálendi Íslands fyrir örfáum misserum eftir að hann flutti heim frá Berlín, fráskilinn og skítblankur. „Mig hafði lengi langað til að prófa að „gæda“ og tækifærið kom þegar ég skildi fyrir tveim árum og brotlenti á Íslandi,“ segir Tóti en hann og rithöfundurinn Auður Jónsdóttir höfðu búið í Berlín með syninum Leifi Ottó í nokkur ár þegar þau slitu samvistum eftir tæp tuttugu ár.Blankur alla öldina Rithöfundarferill Tóta hófst með barnabókinni Leyndarmálið hans pabba sem kom út haustið 2007 og hann myndskreytti sjálfur. Hann segir það hins vegar gera lítið fyrir efnahaginn að vera vinsæll rithöfundur. „Ég hef bara ekki átt bót fyrir boruna á mér mest alla þessa öld. Ég hef vissulega fengið góða dóma og allskonar fín boð til útlanda en það skilar sér sjaldnast í bankann,“ segir Tóti sem hefur gengið ágætlega að safna gulli á hringnum rómaða í kringum Geysi og Gullfoss. „Tekjurnar skipta miklu máli og ég er búinn að hreinsa upp einhverjar milljónir í gamlar listamannaskuldir á síðustu tveimur árum,“ segir Tóti um leiðsögumannsstarfið sem sé auðvitað ekki fyrir hvern sem er. „Ég fór í einhverja 170 túra á tólf mánaða tímabili þegar ég var að koma mér almennilega inn í bransann. Það er stór plús að vera einhleypur og eiga sveigjanlega barnsmóður. Ég hef getað stokkið í alls konar túra með stuttum fyrirvara.“ Tíðindamikið á ferðaþjónustuvígstöðvunum Rithöfundurinn í Tóta hrökk í gang á endalausu hringferðalaginu og fann innblástur í bekk við Gullfoss þannig að úr varð bókin Bekkurinn – dagbók í Gullhring en hann er byrjaður að safna á Karolina Fund fyrir útgáfunni sem er fyrirhuguð í nóvember. „Ég var að taka mynd af bekknum í hverjum Gullhring og einhvern tímann datt mér í hug að tengja myndirnar við búta úr dagbók og gefa hverjum túr einkunn að hætti TripAdvisor,“ segir Tóti um tilurð bókarinnar. „Og úr þessu varð bók með myndum úr 76 gullhringjum á einu ári þannig að segja má að þetta sé bók með myndum frá vígvelli ferðaþjónustunnar árin 2018 til 2019.“ Bekkurinn – dagbók í Gullhring veiti þannig innsýn í tólf mánaða tímabil. „Þegar ferðamannabólan náði hámarki á Íslandi. Myndirnar sýna síbreytilega veðráttu um leið og textinn greinir frá fjölbreyttri mannlífsflóru og eintóna hversdagsleika miðaldra manns á krossgötum. Á vertíð sem virðist aldrei taka enda.“ Leitin að gleðinni Tóti hefur áður verið miðpunktur eigin verks með góðum árangri í skáldævisögunni Götumálarinn frá 2011 þar sem hann sagði frá þvælingi sínum sem ungur maður um Vestur-Evrópu upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar. „Bekkurinn er sjálfsævisaga eins og Götumálarinn,“ segir Tóti sem telur enga hættu á að með þessum bókum segi hann skilið við barnabækurnar. „Ég sé ekki neina stefnubreytingu fyrir utan að tekjumódelið hefur gjörbreyst. Ég er enn þá að fá hugmyndir að bókum fyrir börn og fullorðna og koma þeim í verk.“ Þá stefnir hann heldur ekki á að verða einyrki á bókamarkaði þótt hann hafi kosið að gefa nýju bókina út sjálfur með hópfjármögnun. „Ég er ekkert endilega leiður á útgefendum, kannski frekar á bókmenntaheiminum sem slíkum. Við rithöfundar erum oft eins og hræddar mýs einhvers staðar úti í horni að sífra um bág kjör meðan útgefendur marséra um eins og foringjar útrýmingarbúða,“ segir Tóti og bætir við að hann hafi fundið þörf fyrir „smá pásu frá þessari stemningu. Ég þurfti að senda frá mér bók á eigin forsendum og finna aftur gleðina við að gefa út. Það er hins vegar mjög mikið af góðu fólki að vinna hjá Forlaginu sem gladdi mig mikið með því að verða fyrst til að styrkja útgáfuna á Karolina Fund. Svo er ég með handrit að „gæda“-krimma sem ég vil helst klára með Forlaginu, því þar eru frábærir ritstjórar sem geta stundum kveikt í manni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Sjálfur lýsir Þórarinn Leifsson, Tóti Leifs, sér sem pönkara, götu- og skiltamálara, myndskreyti, vefsmið, rithöfundi og fyrirlesara sem varð loks leiðsögumaður um hálendi Íslands fyrir örfáum misserum eftir að hann flutti heim frá Berlín, fráskilinn og skítblankur. „Mig hafði lengi langað til að prófa að „gæda“ og tækifærið kom þegar ég skildi fyrir tveim árum og brotlenti á Íslandi,“ segir Tóti en hann og rithöfundurinn Auður Jónsdóttir höfðu búið í Berlín með syninum Leifi Ottó í nokkur ár þegar þau slitu samvistum eftir tæp tuttugu ár.Blankur alla öldina Rithöfundarferill Tóta hófst með barnabókinni Leyndarmálið hans pabba sem kom út haustið 2007 og hann myndskreytti sjálfur. Hann segir það hins vegar gera lítið fyrir efnahaginn að vera vinsæll rithöfundur. „Ég hef bara ekki átt bót fyrir boruna á mér mest alla þessa öld. Ég hef vissulega fengið góða dóma og allskonar fín boð til útlanda en það skilar sér sjaldnast í bankann,“ segir Tóti sem hefur gengið ágætlega að safna gulli á hringnum rómaða í kringum Geysi og Gullfoss. „Tekjurnar skipta miklu máli og ég er búinn að hreinsa upp einhverjar milljónir í gamlar listamannaskuldir á síðustu tveimur árum,“ segir Tóti um leiðsögumannsstarfið sem sé auðvitað ekki fyrir hvern sem er. „Ég fór í einhverja 170 túra á tólf mánaða tímabili þegar ég var að koma mér almennilega inn í bransann. Það er stór plús að vera einhleypur og eiga sveigjanlega barnsmóður. Ég hef getað stokkið í alls konar túra með stuttum fyrirvara.“ Tíðindamikið á ferðaþjónustuvígstöðvunum Rithöfundurinn í Tóta hrökk í gang á endalausu hringferðalaginu og fann innblástur í bekk við Gullfoss þannig að úr varð bókin Bekkurinn – dagbók í Gullhring en hann er byrjaður að safna á Karolina Fund fyrir útgáfunni sem er fyrirhuguð í nóvember. „Ég var að taka mynd af bekknum í hverjum Gullhring og einhvern tímann datt mér í hug að tengja myndirnar við búta úr dagbók og gefa hverjum túr einkunn að hætti TripAdvisor,“ segir Tóti um tilurð bókarinnar. „Og úr þessu varð bók með myndum úr 76 gullhringjum á einu ári þannig að segja má að þetta sé bók með myndum frá vígvelli ferðaþjónustunnar árin 2018 til 2019.“ Bekkurinn – dagbók í Gullhring veiti þannig innsýn í tólf mánaða tímabil. „Þegar ferðamannabólan náði hámarki á Íslandi. Myndirnar sýna síbreytilega veðráttu um leið og textinn greinir frá fjölbreyttri mannlífsflóru og eintóna hversdagsleika miðaldra manns á krossgötum. Á vertíð sem virðist aldrei taka enda.“ Leitin að gleðinni Tóti hefur áður verið miðpunktur eigin verks með góðum árangri í skáldævisögunni Götumálarinn frá 2011 þar sem hann sagði frá þvælingi sínum sem ungur maður um Vestur-Evrópu upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar. „Bekkurinn er sjálfsævisaga eins og Götumálarinn,“ segir Tóti sem telur enga hættu á að með þessum bókum segi hann skilið við barnabækurnar. „Ég sé ekki neina stefnubreytingu fyrir utan að tekjumódelið hefur gjörbreyst. Ég er enn þá að fá hugmyndir að bókum fyrir börn og fullorðna og koma þeim í verk.“ Þá stefnir hann heldur ekki á að verða einyrki á bókamarkaði þótt hann hafi kosið að gefa nýju bókina út sjálfur með hópfjármögnun. „Ég er ekkert endilega leiður á útgefendum, kannski frekar á bókmenntaheiminum sem slíkum. Við rithöfundar erum oft eins og hræddar mýs einhvers staðar úti í horni að sífra um bág kjör meðan útgefendur marséra um eins og foringjar útrýmingarbúða,“ segir Tóti og bætir við að hann hafi fundið þörf fyrir „smá pásu frá þessari stemningu. Ég þurfti að senda frá mér bók á eigin forsendum og finna aftur gleðina við að gefa út. Það er hins vegar mjög mikið af góðu fólki að vinna hjá Forlaginu sem gladdi mig mikið með því að verða fyrst til að styrkja útgáfuna á Karolina Fund. Svo er ég með handrit að „gæda“-krimma sem ég vil helst klára með Forlaginu, því þar eru frábærir ritstjórar sem geta stundum kveikt í manni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira