Undrast tómlæti um Landsrétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2019 06:00 Benedikt Bogason, Hæstaréttardómari og formaður Dómstólasýslunnar. Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Tillögu Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt hefur enn ekki verið svarað. Eftir að Landsréttarmálinu var vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu fór stofnunin þess á leit við ráðherra að dómurum yrði fjölgað tímabundið til að bregðast við vaxandi málaþunga. Þeim yrði svo fækkað aftur með sólarlagsákvæði og nýir dómarar ekki skipaðir í stað þeirra sem láta af störfum fyrr en réttum fjölda er náð „Ég undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að taka afstöðu til tillagna sem við lögðum fram fyrst í mars og svo í september,“ segir Benedikt Bogason, formaður Dómstólasýslunnar. Aðspurð segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ákvörðun um fjölgun ekki hafa verið tekna. Málastaða dómsins sé enn til skoðunar og dómhald hafi verið skipulagt út árið. Þrettán dómarar dæmi nú við réttinn. Tveir af þeim fjórum dómurum sem ekki hafa sinnt dómstörfum við réttinn frá því dómur MDE féll óskuðu í september eftir leyfi og hafa nýir verið settir tímabundið í þeirra stað. „Það blasir við að setning tveggja dómara rennur út um áramót og þá gæti fjöldi dómara farið aftur niður í ellefu,“ segir Benedikt. Skipunarferli dómara taki tíma en fyrir liggur að mæla þyrfti fyrir lagabreytingu og auglýsa embættin með hæfilegum umsóknarfresti auk þess sem hæfisnefnd þyrfti ráðrúm til að meta umsækjendur og ráðherra til að skipa. Bent hefur verið á að leiðin, sem Dómstólasýslan leggur til, gæti leyst einn veigamikinn vanda sem Landsréttarmálið hefur skapað og sparað ríkinu umtalsverðan launakostnað, fari svo að dómararnir fjórir sæki sjálfir um og fái löglega skipun. Skiptar skoðanir eru hins vegar um leiðina meðal stjórnmálamanna og lögfræðinga og hafa þau sjónarmið komið fram að óeðlilegt sé að einstaklingur geti sótt um dómaraembætti við dómstól sem hann er þegar skipaður dómari við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stjórnsýsla Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira