Innlent

Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér.Össur Pétur Valdimarsson strætóbílsstjóri hefur í sex ár skreytt vagninn sinn og sjálfan sig ef hann er að vinna þann dag sem íslensku landsliðin í kvenna-og karla knattspyrnu keppa. Þá á hann til að fá farþega með sér í að hvetja liðin. Hann segir að draumur sinn sé að fá að hitta liðin og fá þau jafnvel í strætó til sín. Hann stöðvaði vagninn í smá stund í dag og fékk farþegar til að húa með sér og klappa til stuðnings karlalandsliðinu sem keppir í kvöld á móti Andorra. „Ísland 4, Andorra 1, eða ekki neitt,“ sagði hann í strætó og hló þegar Stöð 2 leit þar við í dag. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.