Innlent

Brennt barn flutt á slysadeild í Fossvogi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið varð í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum.
Slysið varð í umdæmi lögreglu á Suðurnesjum. Vísir/vilhelm
Lítið barn brenndist um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar það teygði sig í bolla með heitu vatni sem stóð á borði á heimili þess. Við það helltist vatnið yfir barnið, sem var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum segir að ekki sé vitað um líðan barnsins. Ekki kemur fram í tilkynningu hvar á Suðurnesjum slysið varð eða hversu gamalt barnið er.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.