Fótbolti

Þýskt knattspyrnulið rekur leikmann vegna myndbirtingar á Instagram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cenk Sa­hin í leik með St. Pauli
Cenk Sa­hin í leik með St. Pauli Ljós­mynd/​Liga-Zwei.de
Þýska B-deildarliðið St. Pauli hefur rekið tyrkneska leikmanninn Cenk Sahin fyrir myndbirtingu á Instagram reikningi sínum. Þar gaf Sahin til kynna að hann styddi við hernaðaraðgerðir Tyrkja í SýrlandiÍ yfirlýsingu frá þýska félaginu segir meðal annars; „Cenk Sa­hin hef­ur verið leyst­ur und­an samn­ingi frá og með deginum í dag. Ástæður þess eru þær að hann lítilsvirðir gildi félagsins.“ 

Hinn 25 ára gamli Sahin er nú frjáls ferða sinna en hann gekk til liðs við St. Pauli frá Istanbul Basaksehir árið 2016. Alls lék hann 61 leik fyrir þýska félagið og skoraði í þeim sex mörk. Þá hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum Tyrklands.

 

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.