Lífið

Veit aldrei hvort símtalið sé frá Jay Z eða Barack Obama

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chance the Rapper og James Corden á rúntinum um Los Angeles.
Chance the Rapper og James Corden á rúntinum um Los Angeles.
Tónlistamaðurinn Chancelor Jonathan Bennett, betur þekktur sem Chance the Rapper, var gestur hjá James Corden í dagskráliðnum vinsæla Carpool Karaoke í vikunni.Þar fer Corden á rúntinn og syngur helstu slagarana með listamanninum en Chance the Rapper gríðarlega vinsæll rappari. Rappari sem syngur vægast sagt hratt og var Corden í töluverðum vandræðum með að ná lögunum.Á rúntinum kom fram að hann þekki bæði Barack Obama og Jay Z en hafi í raun aðeins aðgang að símanúmeri aðstoðarmanna þeirra. Svo hringja þeir til baka úr leyninúmeri. Rapparinn veit því aldrei hvort Jay Z eða Obama séu að hringja. Hann er aftur á móti með beina línu að Kanye West. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.