Lífið

Veit aldrei hvort símtalið sé frá Jay Z eða Barack Obama

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chance the Rapper og James Corden á rúntinum um Los Angeles.
Chance the Rapper og James Corden á rúntinum um Los Angeles.

Tónlistamaðurinn Chancelor Jonathan Bennett, betur þekktur sem Chance the Rapper, var gestur hjá James Corden í dagskráliðnum vinsæla Carpool Karaoke í vikunni.

Þar fer Corden á rúntinn og syngur helstu slagarana með listamanninum en Chance the Rapper gríðarlega vinsæll rappari. Rappari sem syngur vægast sagt hratt og var Corden í töluverðum vandræðum með að ná lögunum.

Á rúntinum kom fram að hann þekki bæði Barack Obama og Jay Z en hafi í raun aðeins aðgang að símanúmeri aðstoðarmanna þeirra. Svo hringja þeir til baka úr leyninúmeri. Rapparinn veit því aldrei hvort Jay Z eða Obama séu að hringja. Hann er aftur á móti með beina línu að Kanye West. 

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.