Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 20:15 Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni. Íslenska á tækniöld Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent