Fótbolti

Fyrsta tap Real Madrid í deildinni kom gegn Mallorca

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var hart barist í kvöld.
Það var hart barist í kvöld. vísir/getty
Þrátt fyrir erfiðleika í upphafi var Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar fyrir leiki dagsins. Þökk sé sigri Barcelona fyrr í dag þá þurfti Real sigur til að komast aftur á toppinn. Það tókst ekki í dag þar sem Mallorca vann 1-0 heimasigur. 

Leikurinn var leiðinlegur svo vægt sé tekið til orða. Eina mark leiksins kom strax á sjöundi mínútu en það gerði Laga Junior eftir sendingu Alex Feibas. Á þeirri 19. fékk Alvaro Odriozola svo gult spjald í liði Real Madrid en hann nældi sér í annað gult spjald á 74. mínútu og þar með rautt. 

Þrátt fyrir að vera mikið meira með boltann tókst Real ekki að finna glufur í gegnum þétta vörn heimamanna og fór það svo að leiknum lauk með 1-0 sigri Mallorca. Fyrsti sigur þeirra á Real Madrid í áratug því staðreynd.




Tengdar fréttir

Barcelona á toppinn

Barcelona fór á topp La Liga deildarinnar með öruggum sigri á Eibar í dag.

Valencia náði í stig í Madrid

Atletico Madrid missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×