Sport

Nítján ára hjólreiðakappi lamaðist

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty
Skelfilegt slys átti sér stað í hjólareiðakeppni á Ítalíu á dögunum. Einn keppenda lenti þá í árekstri við bíl og stórslasaðist.

Sá heitir Edo Maas og er aðeins 19 ára gamall. Bíllinn kom óvænt inn á brautina, keyrði á Maas sem braut bak sitt í árekstrinum. Hann fór beint í aðgerð og læknar reikna ekki með því að hann geti labbað aftur um ævina.

Þó nokkuð mörg slys hafa orðið í hjólreiðakeppnum á árinu og Belginn Bjorg Lambrecht lést í keppni í Póllandi í ágúst.

Öryggismál hjá hjólreiðasamböndum eru nú efst á dagskránni og ljóst að bæta þarf hlutina verulega þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×