Sport

Nítján ára hjólreiðakappi lamaðist

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/getty

Skelfilegt slys átti sér stað í hjólareiðakeppni á Ítalíu á dögunum. Einn keppenda lenti þá í árekstri við bíl og stórslasaðist.

Sá heitir Edo Maas og er aðeins 19 ára gamall. Bíllinn kom óvænt inn á brautina, keyrði á Maas sem braut bak sitt í árekstrinum. Hann fór beint í aðgerð og læknar reikna ekki með því að hann geti labbað aftur um ævina.

Þó nokkuð mörg slys hafa orðið í hjólreiðakeppnum á árinu og Belginn Bjorg Lambrecht lést í keppni í Póllandi í ágúst.

Öryggismál hjá hjólreiðasamböndum eru nú efst á dagskránni og ljóst að bæta þarf hlutina verulega þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.