Eigum frábært samstarf við færustu sérfræðinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 „Þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum,“ segir Dögg Matthíasdóttir. Fréttablaðið/Ernir Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira