Eigum frábært samstarf við færustu sérfræðinga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 „Þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum,“ segir Dögg Matthíasdóttir. Fréttablaðið/Ernir Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Þetta verkefni er búið að vera lengi í vinnslu hjá okkur, það er hægt að telja þann tíma í árum,“ segir Dögg Matthíasdóttir, kynningarfulltrúi Fuglaverndar, um nýjan fræðsluvef um sjófuglabyggðir við Ísland. Markmið hans er að vera ítarefni fyrir kennslu á öllum skólastigum og almenningsfræðslu. Slóðin á hann er: fuglavernd.is/busvaedavernd/sjofuglabyggdir/. Dögg segir hann enn sýna bara brot af efninu sem til sé. „Þannig að þó svæðin séu bara 37 á vefnum þá verða þau fleiri með tímanum, vonandi.“ Fuglavernd er frjáls félagasamtök. Viðfangsefni þeirra felst í nafninu. Í samtökunum eru um 1.300 manns, að því er fram kemur í fréttabréfi frá þeim. Hvernig fara þau að því að vinna svona umfangsmikið starf eins og hinn nýja vef? „Þetta verkefni er byggt á rannsóknum okkar færustu vísindamanna sem eru að vinna hjá ýmsum stofnunum. Við eigum í frábæru samstarfi við bestu sérfræðinga landsins bæði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hjá Náttúrustofunum allt í kringum landið. Svo fara upplýsingar fram og til baka, við pikkum í hitt og þetta fólk og fáum það til að lesa yfir,“ segir Dögg. Erpur Snær Hansen er þekktur fyrir árlega talningu sína á sjófuglum. „Erpur er stjórnarmaður hjá okkur, það er hér sjö manna stjórn og öll í sjálfboðavinnu. En við erum tvær sem erum launaðir starfsmenn Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri í fullu starfi og ég er í hálfu starfi sem kynningarfulltrúi. Það er ekki síst því að þakka að breska fuglaverndarfélagið stendur svo þétt við bakið á okkur.“Lundanum hefur fækkað um þriðjung á Íslandi á síðustu árum.Fréttablaðið/StefánEr það vegna þess að Ísland er svo alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði? „Já, Bretar hafa verið að styrkja félagastarfsemi í Afríkuríkjunum en í þessu tilfelli horfa þeir til norðurslóða. Sem er frábært.“ Dögg segir stórstígar breytingar hafa orðið á fuglalífinu á síðustu tuttugu árum – til hins verra. „Hrun í sandsílastofninum og loðnustofninum hefur fæðuskort í för með sér fyrir sjófuglana, þannig að það hefur gríðarlegar afleiðingar. Þó svo að fréttir af lundastofninum í sumar bentu til að hann virtist heldur í sókn í Ingólfshöfða og Vestmannaeyjum, sem auðvitað var jákvætt, er engin vissa fyrir því að það ástand vari. Líkurnar eru meiri á því að þróunin verði sú sem hún hefur verið síðustu 20 ár og stofnum hnigni. Þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með.“ Hún segir vissar tegundir teljast í útrýmingarhættu, það komi vel fram í sjófuglabyggðunum. „Á hverju svæði erum við með lista yfir hvaða fuglar eru hvar á válistanum. Fækkun lunda úr þremur milljónum í tvær er til dæmis metin mjög alvarleg og sömuleiðis er skúmurinn tegund í bráðri hættu.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira